Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 247
247
her átti lengi miklum völdum að hrósa, en loks varð
hann þó undir í orustu við þjóðkonung íra, sem á
að hafa staðið árið 283 e. Kr., og þá var veldi
þeirra þrotið.
I þessum 15. aldar ritum er allur annar blær
á Ossíans-sögunni og hún næsta ólik frásögninni í
kvæðum þeim, er Macpherson gaf út. En Zimmer
liefur nýlega sýnt fram á, að sagan er þó til í enn
eldri mynd, og hefur því optar en einu sinni full-
komlega umskapazt.
Eptir því sem Zimmer segist frá, þá eru Feníar
eða herlið Finns, ftann, í hinum elztum ritum Ira frá
öndverðri 12. öld ekki látnir vera hersveit, sem
stofnuð liafl verið til landvarnar gegn árásum út-
lendinga, því að siík landvarnar-sveit hafi aldrei
til verið í sögu írlands. Orðið fianna (flt., eint. fiann)
þýðir í írsku upprunalega »vikingar« og táknar
norræna víkinga. Segir Zimmer, að það sje sama
orð og fjándr, en Bugge efast um að það sje rjett.
I hinum elztu frásögnum er Finn Cumalsson látinn
vera fylkiskonungur frá Leinster. Hetur sagan um
hann myndazt á Suður-írlandi og hefur hún seinna
tekið töluverðum breytingum, einkum á 11. öld, og
þá orðið fyrir all-miklum norrænum áhrifum. Finn
var ekki uppi á 3. öld e. Kr., heldur eiga sagnirnar
um hann rót sína að rekja til norræns víkingafor-
ingja. Þessi maður segir Zimmer að hafl verið
Caittil finn o: Ketill hviti, sem tjell árið 857 fyrir
Óláfi herkonungi í Dýflinni. Fjell allt lið Ketils með
honum, og var helftin írar, en liitt frá Norðurlönd-
um.
II. Til þess nú hins vegar að geta sjeð, hver
áhrif menning og bókmenntir Ira hafa haft á Norður-
lönd og einkum á Noreg og ísland, þá verðum vjer