Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 249
21!)
menntir íra hafi haft á norrænan skáldskap, þá er
ekki auðhlaupið að þvi. Vjcr verðum i því efni að
glíma við mikia flækju af gátum, sem menn eru
enn þá naumast búnir að greiða úr, hvað þá heldur
að búið sje að ráða gáturnar sjálfar.
Menn eru þó komnir svo langt í þessu efni, að
óhætt mun að fullyrða, að hinn elzti skáldskapur
Norðmanna og Islendinga, sem oss er kunnur, hafi
einmitt orðið til, er þeir fóru að kynnast nýjumhug-
myndum, sögnum og framsetningarháttum, er bárust
til þeirra vestan um haf. Aðalorsökin til þess, að
hinar islenzku bókmenntir urðu eins einkennilegar,
eins og þær eru, er sú, að sú þjóð, sem tók sjer
bólfestu á þessari fjarlægu cyju í úthafinu, átti þar
við allt önnur lffskjör að búa en áður, bæði að því
er snerti náttúru landsins sjálfs og stjórnarfyrirkomu-
lag, og fleira þess háttar. Meginþorri þessarar þjóð-
ar var runninn frá vesturströndum Noregs, en með
þvi hún hafði bæði andlega og líkamlega drukkið
i sig keltneskt blóð, tóku einkenni hennar og hæfi-
leikar miklum framförum og komust þannig á nýtt
og öflugt þroskastig.
En þess ber þó að geta, að þar sem skáldskap-
ur fra virðist hafa haft áhrif á skáldskap Norð-
manna og íslendinga, þá er þó allajafna hægt að
sjá, að skáldsknpur þeirra er fullkomlega frumleg-
ur nýgræðingur, en aldrei nein ósjálfstæð eptir-
stæling.
Þegar Norðmenn og íslendingar fyrst koma fram
í dagsljós sögunnar, þá er skáldskapur þeirra tölu-
vert ólíkur liinum eldra skáldskap Germana. Vjer
sjáum nú fjölda skálda við hirðir konunga og liöfð-
ingja. Þannig á Haraldur hárfagri að hafa haft
sex hirðskáld, sem hann mat framar öllum hirð-