Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 250
250
rnönnura sínum. Um íslenzk hirðskáld er getið al-
staðar á Norðurlöndum,- og þeirra er og getið á
Englandi og Irlandi.
Kveðandi kvæðanna er nú orðin bundin ströng-
um og erfiðum lögum, svo skáldskapurinn er orð-
inn að íþrótt, þar sem mest áherzla er lögð á hinn
ytra búning, kenningar með fögrum samlíkingum og
þungskilin forn minni.
I hinum fornu söguljóðum Germana var sagt
frá söguhetjum liðinna alda, en skáld vikingaaldar-
innar kveða um þá höfðingja, er þeir eru hirðskáld
hjá, og lofa afl þeira og hreysti, gull þeirra og mildi.
Það er nú næsta líklegt, að þessi breyting á
skáldskapnum og stöðu skáldanna eigi rót sína að
rekja til áhrifa frá írlandi. Við hirðir hinna írsku
konunga voru frá alda öðli heilar sveitir skálda.
Mynduðu þau sjerstaka stjett með mörgum mismun-
andi virðingaratigum. Hin beztu þeirra höfðu afar-
miklar virðingar, og gamlir meistarar kenndu hin-
um yngri íþrótt sína. Stundum tömdu lika konur
sjer þessa íþrótt, alveg eins og hjá íslendingum og
Norðmönnum.
Kvæðin voru opt lofdrápur um lifandi eðaliðna
höfðingja — eins og hjá norrænu skáldunum, og hin
irsku skáld lofa opt höfðingja sína með likum orða-
tiltækjum og íslenzku skáldin, t. d. konunguritin hef-
ur satt ógrgnniúlfa; liann hefur uthellt blóði með spjóti
sínu; hann hefur aldrei látið skjöld sinn í neinni orustu.
Bæði í skáldamáli Norðmanna og íra, er konungur-
inn kallaður »jöfurr<n (=villigöltur). Þetta dýr var
á víkingaöldinni ekki til á Norðurlöndum, én á Eng-
landi og Irlandi var mesti sægur af villigöltum.
Þetta er ljós sönnun fyrir því, að þetta heiti hjá
skáldunum hefur myndazt fyrir vestan haf.