Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 252
252
kveðin fyr en hinn nýi vestræni hugmyndastraum-
ur var eigi aðeins runninn inn í landið, heldur hafði
og fengið þar ákveðna mynd og fasta bólfestu.
Að þvi er snertir sögur Islendinga, þá gat
hinn irski vísindamaður Todd þess til þegar árib
1867, að þær væru stældar eptir írskum ritsmiðum.,
Að sögurnar sjeu beinlínis stældar eptir ritum Ira
kemur nú ekki til nokkurra mála. Þótt hin munn-
lega sögusögn hafi ekki eingöngu ráðið bún-
ingi og framsetning hinnar letruðu sögu, þá ersamt
samband þeirra mjög náið i mörgum greinum. Það'
er líka ástæða til að ætla, að sú list, að segja vel
sögur, hafi verið búin að ná miklum og einkenni-
legum þroska hjáNorðmönnum, áður en hún gat orðið
fyrir írskum áhrifum. Munurinn á náttúrubrögðum
eða hæfileikum þessara tveggja þjóðflokka var líka
i mörgum greinum stórmikill og beindist opt i gagn-
stæða átt, og þetta kemur berlega í ijós i hinum
letruðu frásögum þeirra i óbundnu máli.
Af frásögnum Ira er Cuchulinns sagnaflokkur-
inn langeinkennilegastur, en hann hefur á sjer langt
um minni sögulegan (históriskan) blæ, en ættasög-
urnar íslenzku. Hinar beztu þeirra eru frábær
listaverk. Lýsing þeirra á manneðlinu og skaplyndl
manna er miklu sannari, og einkum lýsa þær langt
um betur sálarlífi manna og bugarfari.
Það er nú mjög sennilegt, að sagnarit Ira, en
þó líklega helzt munnleg frásögn á sögum þeirra^
hafi haft nokkur áhrif á sögur íslendinga eða bún-
ing þeirra og framsetning. En það er mjög erfitt
að sanna, hvernig þeim áhrifum hefir verið varið.
Framsetning ír.i og íslendinga á sögum þeirra
er að mörgu leyti mjög svipuð. Hvorirtveggja segja
söguna blátt áfram eins og hún gengur, án þess að