Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 254
254
sögum beggja þjóðanna. Ungur sveinn sem ekkert
veit um vig föður sins nje banamann hans, leikur
sjer áhyggjulaus með öðrum sveinum, og ber af
þeim öllum að afli. Þá segir einn þeirra: »Þjer væri
nær að hugsa um víg föður þíns«. Við þessi orð er
eins og sveinninn sje vakinn af blundi oghann frem-
ur siðan mörg hreystiverk.
Einstök orðatiltæki eru og stundum mjög svipuð.
í sögum íslendinga stendur, þegar óvinir skiljast i
eigi er þess getit at þeir bœði hverir aðra heila hitt-
ast, eða oJc varð eigi af Tcveðjum. I sögum Ira : þeir
sJcildust án þess að ósJca hverir öðrum heilla. I sög-
um beggja þjóðanna eru stundum tilfærðar ræður,
þar sem menn tala á huldu og í ráðgátu með sva
miklum orðaleik, að þeir einir, er vitrari eru en al-
mennt gerist, geta ráðið i, við hvað er átt.
Margt er það fleira, sem mjög er skylt í sög-
um Islendinga og Ira, og má sem dæmi þess nefna,
að menn skuldbinda sig með heiti til að hefna vin-
ar síns; að það veit á vígaferli eða ófrið, þegar
syngur i vopnum; að sverð vegast sjálf o. s. frv.
En það verður ekki með vissu ákveðið, hvernig á
þessu samræmi stendur, fyrri en búið er að rann-
saka það nákvæmar.
Skoði maður aptur þær sögur íslendinga, sem
segja ekki beinlínis frá viðburðum úr daglega lífinu,
heldur eruávöxtur hugmyndaflugsins, þá er hægt að
sýna með nhklu raeiri vissu, að efni þeirra ber menj-
ar af áhrifum, er Norðurlandabúar hafa orðið fyrir
á Irlandi, er þeir dvöldu þar. Sem dæmi þessa má
nefna eitt atriði úr goðasögunum um Þór eða hug-
myndir manna um hann. Þórrer algerlega ger-
manskur guð, og var dýrkaður hjá hinum vestlæg-
ari germönsku þjóðum svo langt aptur i tímann,