Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 256
256
Má 1 því efni niinna á Helga magra, son Eyvindar
austmanns og Raförtu dóttur Kjarvals írakonungs.
Hann trúði á Krist, en hjet á Þór til sjófara og
liarðræða. Þá er Helgi sá ísland, gekk hann til
frjetta við Þór, hvar land skyidi taka.
I annálum íra er Þórr kallaðurÞonar (Tornar),
sem er hin eldri mynd nafnsins. Þeir kalla ætt
hinna norrænu konunga í Dyflinni ættstofn Þonars,
og í þessari ætt gekk hinn helgi Þonars-hringur.
Skammt fyrir utan Dýflinni var heilagur heslilundur,
sem var kallaður Þonarslundur.
Margar af sögum Islendinga um Þór hafa því
sjálfsagt gengið meðal norrænna víkinga á írlandi.
Má t. d. taka söguna um ferð Þórs til Utgarðaloka.
Þessi saga er færð í letur á Islandi á öndverðri 13.
öld, en af gömlum kvæðum má sjá, að hún var sögð
hjer um bii á sömu leið 200 árum áður.
Ymislegt í þessari sögu bendir líka á, að hún
sje komin frá Irlandi. Þórr fer i gegnum stóra eik-
arskóga og borg Utgarðaloka stendur á viðum völl-
um og er svo há, að þeir fjelagar máttu setjahnakk-
ann á bak sjer aptur, áður þeir fengu sjeð yfir upp.
Þetta hlýtur að vera lýsing á því landslagi ogþeim
borgum, er sögumaðurinn þekkti úr daglegu lífi. En
lýsingin getur hvorki átt við ísland nje Noreg, en
hún kemur vel heim við staðháttu Norður-Englands
og enn betur við það, sem átti sjer stað á Irlandi.
Þar vóru einmitt borgir, sem írskir og norrænir
höfðingjar höfðu sezt að í, langt inn í landi, og stóðu á
hæðum með víðum völlum umhverfis, er sjá mátti
yfir frá borgunum. írland var til forna þakið skóg-
um, þar sem svínahirðar geymdu svina og fituðu
þau á akarni eikanna. Frásögnin, um að Utgarða-
loki batt nestbaggann svo fast, að Þórr gat ekki leyst