Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 257
hann, bendir og til þess, að sagan stafi frá írlandi.
Hann kvaðst hafa bundið hann með gres-járni. Þetta
orð er ekki norrænt, heldur irskt, og grés þýðir á
írsku íþrótt, og er einkum haft um fþrótt og aðferð
smiða til þess að gera járn skyggt, hvasst og hart.
Að lokum skal hjer tekið eitt dæmi úr hetju-
kvæðunum norrænu til þess að sýna samband nor-
ræns og írsks skáldskapar. Mcnn hafa kallað ís-
land — sem land sagnaritunarinnar — AttíkuNorð-
urlanda. En eins og kvæði Hómcrs urðu til á strönd-
um Asíu, eins fengu hin norsk-íslenzku hetjukvæði
sinn einkennilega búning í nýlendum Norðmanna á
Bretlandseyjum.
Hetjukvæðin í Sæmundareddu byrja með ágætu
kvæði um smiðinn Völund. Hans er eigi að eins
getið alstaðar á Norðurlöndum, heldur og hjá hin
um vesturgermönsku þjóðum, sem kölluðu hann We-
land. Hann var hinn mesti þjóðhagi. Hann hafði
smíðað hina ágætustu gripi, sverð og kvennskraut.
Hann var hnepptur f fjötra af konungi einum, er
ljet skera sinar hans i knjesbótum. En Völundur
hefndi sin, drap konung og syni hans, en fifldi
dóttur hans og lagðist með henni nauðgri. Siðanfló
hann brott á vængjum, er hann hafði sjálfur gert.
Þessi frásögn hefur líklega verið búin til aí
frakknesku skáldi á 6. öld eptir sögum Grikkja og
Rómverja um Vúikan, Dædalus og Þeseif. Seinna
barst sagan snúin í ljóð til Englands, og er efni
hennar sýnt á skrini, sem gert er áNorðymbralandi,
líklega á 8. öld.
Höfundur Völundarkviðu hlýtur að hafa verið
Norðmaður, sem hefur átt heima i nyrztu byggðum
Noregs, á Hálogalandi. Hann hefur heyrt kvæði
það, sem gekk á Norður-Englandi, og eptir því hef-
17