Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 259
259
farið að nota Kjarval í kvæðum sínum fyrrí en um
900. Völundarkviða er því ekki eldri enfráþeim
tíma. En nú má af einu af kvæðum Eyvindar
skáldaspillis sjá, að menn hafa þekkt söguna um
Völund á Hálogalandi um 965. Völundarkviða hef-
ur því verið kveðin á öndverðri 10. öld. Það er
ekki ósennilegt, að sagan hafi borizt til Hálogalands
með einhverjum af fjelögum Ottars hins háleyska,
er þeir dvöldu við hirð Elfráðs Englakonungs. Vö-
lundarkviða er það elzta eða með þeim elztu af
hetjukvæðum þeim, sem nú er til. Má af þessu
ráða, að þáð hefur verið farið að bera á hinum
miklu áhrifum frá Vestmönnum áður en nokkurt
þessara kvæða var kveðið.
Meginið í fyrri kafla fyrirlestursins ertekiðept-
ir ritgerðum Zimmers. Hitt er eptir Bugge sjálfan.
Til leiðbeiningar fyrir þá, er kynnu að vilja
kynna sjer ritgerðir Zimmers, skal hjer getið nokk-
urra þeirra, er átt mun við í fyrirlestri Bugges:
Keltische Beitrage (III í Zeitschr. f. d. Alterth. XXXV,
1—172), Ossinund Oscar (sama tímar. XXXV, 252
—255), Uber die frúesten Berúrungen der Iren mit
den Nordgermanen (í Sitzungsberichten der kgl.
preuss. Akad. der Wissensch. zu Berlin 19. marz
1891, bls. 279—317) og ritgerð um Acta sanctorum
Hiberniae ed. de Smedt et de Backer (í Gött. gel.
Anz. 1891, bls. 153—200). í þessari síðastnefndu
ritgerð er margt fróðlegt um áhrif norrænna víkinga á
íra. Meðal annars segir Zimmer þar, að írska orð-
ið diberc sje norrænt orð = Týverk (o: verk her-
guðsins Týs); svo hafi hinir heiðnu víkiugar nefnt
afrek sín, einkum eyðing klaustra og kirkna og víg
munka og klerka.
Um hinar nýrri bókmenntir vorar var fátt
17*