Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 264
264
(The Saga Library) þeirra Morris og Eirí ks Magn-
ússonar, sem um var getið i síðustu ritsjá (bls. 74—
75), og er í því þýðing á Eyrbyggju og Heiðar-
vígasögu (The Story of the Ere-Dwellers with the
Story ofthe Heath-Slayings). A undan þýðingunni er
langur inngangur (54 bls.) um áreiðanleik sagnanna
og samanburður á frásögn þeirra og Landnámu.
Þar er og rannsókn á, hvar Eyrbyggja hafi verið
skrifuð og hver muni hafa gert það. Komast þýð-
endurnir að þeirri niðurstöðu, að hún sje ritin á
Helgafelli, og ráða þeir það af orðum sögunnar á
bls. 9ao—22, kap. 8 (í útgáfu Guðbrands Vigfússon-
ar — «á Þórbeinisstöðum inn á Vatnshálsi inn frá
Drápuhlíð«). Alíta þeir, að sagan sje ritinafHalli
Gizurarsyni, sem var ábóti i Helgafellsklaustri
1221—1225. Þýðingunni fylgir gott registur og upp-
dráttur af sögustöðvunum, og allur frágangur er yfir
höfuð hinn sami og á fyrsta bindinu.
Hjer má og geta tveggja enskra þýðinga, er
komu út árið áður (1890). Er önnur þeirra þýðing
á sögu Laurentius Hólabiskups (The Life of
Laurence, Bishop in Holar, London 1890) eptir 0.
Elton, en hin þýðing á Grettissögu (Grettir the
Outlaw, London 1890) eptir S. B aring-Gould. Hinn
síðartaldi hefur áður ritað bók um Island, sem heit-
ir: «Iceland: its Scenes and Sagas«. Hann skýrir i
formála fyrir þýðingunni frá því, hvernig hún sje
til orðin. Kveðst hann fyrir 80 árum hafa byrjað
að lesa Grettissögu á íslenzku, en sjer hafi þá geng-
ið heldur seigt, því að hann hafi þá að eins haft ís-
lenzk-danska orðabók og enga íslenzka málmynda-
lýsing nema á dönsku. En nú hafi hann ekki skil-
ið agnar ögn í dönsku, og hafi hann því fyrst orðið
að læradönsku tilþess að læra islenzku. Hann