Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 265
265
var þá skólakennari, og þýddi einn og einn kapí-
tula i einu i frístundum sínum, og svo gekk hann
út með skólasveinum sínum á frídögum og sagði
þeim einn og einn kafla í einu, og þótti þeim held-
ur en ekki matur í. Seinna skoruðu margir af þess-
um lærisveinum, sem nú vóru orðnir fulltíða menn,
giptir og áttu sjálfir börn, á hann að gefa út þýð-
ingu af sögunni, svo að þeir bæði gætu haft þá á-
nægju að lesa hana aptur sjálfir og fengið börnum
sínum hana til skemmtunar. Við þessari áskorun
varð hann og þannig er þýðingin komin á prent.
Með því að sagan er ætluð til aflestrar fyrir
æskulýð Englands, hefur þýð. ekki látið sjer annt
um að þýða söguna orð fyrir orð, heldur miklu frem-
ur að segja hana upp aptur á ensku. Hefur hann
því hæði sleppt ýmsu úr, sem lesendurnir mundu
ekki hafa haft neina skemmtun af, og hins vegar
bætt ýmsu inn i til skýringar, sem gerir söguna enn
aðgengilegri fyrir enska lesendur, er hvorki þekkja
til landslagsins, staðhátta nje sögu Islands. Virðist
þýð. hafa leyst allt þetta vel af hendi, enda gerði
hann sjer árið 1861 beinlínis ferð á hendur til Is-
lands tíl þess að sjá Bj arg, fæðingarstað Grettis,
og þá aðra staði, er sagan fer fram á. Þýðing-
unni fylgir og litill en greinilegur uppdráttur af Is
landi með hinurn helztu staðanöfnum á ensku. Enn-
fremur eru i bókinni 10 myndir, hver á heilli blað-
siðu, og styðja þær eigi alllítið að því, að gera frá-
sögnina enn skemmtilegri. Þau atriði í sögunni, er
myndirnar sýna, eru þessi: 1. Þorkeil krafla og
Grettir ganga frá dómi á alþingi, þegar Grettir hef-
ur verið gerður sekur fjörbaugsmaður fvrir vig
Skeggja (k. 16). Þorkell er jötunvaxinn og öldur-
mannlegur með hvítu og síðu skeggi, sem nær ofan