Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 267
267
in gæti því verið einkar hentug fyrir þá fslendinga,
sem vilja læra ensku, til þess að byrja á. Hún kost-
ar 6 sh. (=5 kr. 40 au.) í góðu og snotru bandi.
Á þýzku kom útþýðingaf Jómsvíkingasögu
(Die Geschichte Palnatokin und der Jomsburger), sem
lausprent úr »Jahresbericht des k. k. zweiten Staats-
Gymnasiums in Graz« fyrir árin 1891—1892 eptir
dr. F. Khull. Er sagan þar þýdd eptir hinum
yngsta texta (í AM. 510, 4t0), en nokkuð stytt iþýð-
ingunni og vísunum sleppt. Aptan við sjálfa þýð-
inguna er viðbætir, þar sem skýrt er frá aðalefni
hinnar elztu Jómsvíkingasögu eptir hinni latnesku
þýðingu Arngrims Jónssonar, og því næst er sýnt
fram á hinn helzta mismun í hinni elztu og yngstu
frásögn. Árið áður (1890) kom út þýðing af Víg-
lundarsögu (Viglund und Ketilrid, eine altislandische
Novélle) eptir dr. Khull sem lausprent úr sama riti
og þýðingin á Jómsvíkingasögu. Er Víglundarsaga
þar lauslega þýdd og mjög stytt, og af vísunum er að
eins ein þýdd, visan: »Eigi má ek á œgi« (bls. 64 í útg.
Guðbr. Vigfússonar).
Af Gunnlaugssögu ormstungu, Friðþjófs-
sögu og Völsungasögu komu og út þýzkar þýð-
ingar eptir cand. mag. C. Kuchler, og er þýðingin
á Gunnlaugssögu tileinkuð skáldinu Steingrími Thor-
steinsson. Þessar þýðingar eru allar í einni bók
og er titill hennar: »Norrænar hetjusögur« (Nordische
Heldensagen, Bremen). Þýðingin er allgóð, og á ept-
ir hverri sögu eru skýringargreinir yfir ýmislegt, er
fyrir kemur í sögunum. Á undan hverri sögu er
inngangur um söguna, og auk þess fremst f bókinni
einn aðalinngangur um norrænar bókmenntir og
sagnaritan íslendinga. — Kuchler hefur og þýtt sögu
Gests Pálssonar »Kærleiksheimilið« (Das Liebesheim).