Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 268
2tí8
Af Gun nlaugssö gu kom líka út árið áður
önnur þýzk þýðing (Die Saga von Gunnlaug Schlangen-
zunge, Leipzig 1890) eptir A. Tille, sem nr. 2756
af »Reclams Universalbibliothek«. En sú þýðing er
full af villum og textinn víða misskilinn.
Á sænsku þýddi dr. G. Ced ersch iöld íslenzk-
ar »miðaldasagnir« (Medeltidsberdttelser, sagor, legen-
der ock anekdoter) og kom sú þýðing út sem nr. 6 í
5. bindinu af «Nyare bidrag till kánnedom om de
svenska landsmálen ock svenskt folklif« (Stokkh.
1885—1891). Erþað þýðing á ýmsum miðaldaæfin-
týrum og þjóðsögum, og eru flestar þeirra teknar úr
»íslendzk æventýri*, sem H. Gering gaf út, en nokk-
uð úr öðrum bókum t. d. »Sýnisbók íslenzkrar tungu«
eptir Konráð Gislason, Heilagra manna sögum, Mariu-
sögu og Klarussögu. Aptan við þýðinguna eru at-
hugasemdir bæði um, hvaðan hver saga sje tekin
og hvar finna megi sömu eða líkar sögur á öðrum
málum. Þýðingin ásamt athugasemdum og efnisyfir-
liti er alls 155 bls.
VI. Rit ýmislefjs efnis.
Á hverju ári birtist fjöldi af ritum og ritgerðum
um íslenzka eða norræna málfræði, og þarf varla
að taka það fram, að eins var árið 1891. En eins
og getið var um í síðustu ritstjá, eru flest málfræð-
isrit nú á tímum þannig löguð, að almenningur
getur hvorki haft gagn nje gaman af lýsingu á þeim,
en þeir fáu vísindamenn, sem eru á íslandi, munu
eiga kost á, að kynnast þeim á annan hátt. Þeim
er því sleppt í þessari ritsjá. Þó þykir rjett að gera
eina undantekning frá þessari reglu og geta hjer
um eitt málfræðisrit, sem út kom á Frakklandi árið
1891, af því að það snertir því nær eingöngu ísland