Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 269
269
og sögu islenzkrar tungu gegn um allar aldir frá
þvi að landið byggðíst og fram á vora daga. Þessi
bók er ritin á latínu og heitir »Um norræna tungu
og hverjum breytingum hún hafi tekið á Islandi frá
því í fornöld« (De nordica lingva qvantum in Islandia
áb antiqvissimis temporibus mutata sit). Höfundur
hennar er dr. P. Passy, sem ferðaðist heima á
Islandi 1885, og hefur hann öðlazt doktors-nafnbót
fyrir bókina, við háskólann i París.
Bókin byrjar með því, að skýra frá því, að
hjer um bil allir málfræðingar sjeu á einu raáli um
það, að tunga hverrar þjóðar sem er breytist seinna
i nýlendum hennar, en á ættjörðinni sjálfri eða í
frumheimkynni því, er nýlendurnar hafi byggzt frá.
Þessu til sönnunar hafi menn meðal annars jafnan
vitnað til íslenzkunnar, sem menn segi að hafi hald-
izt hjer um bil alveg óbreytt frá því að landið
byggðist, og tilfærir hann orð nokkurra þjóðfrægra
málfræðinga (t. d. Maximilianus Miillers og Ellis),
sem staðhæfa þetta. Hvað sem nú öðrum tungum
líði, segir höf., að eigi dugi að vitna til íslenzkunnar
í þessu efui, því hún sanni alls eigi, að þessi skoðun
sje rjett. Hún hafi breytzt eins og allar aðrar
tungur, en breyting hennar hafi að sumu leyti verið
minni en annarra tungna í vesturliluta Norðurálf-
unnar. Reyndar megi segja, að enn sje talað sama
mál á Islandi eins og er á ritum Snorra Sturlusonar
og annarra sagnaritara, en það hafi þó tekið miklum
breytingum, bæði að þvf er tekur til til framburðar,
orðaskipunar, orðavals og beyginga. Aðalefni bók-
arinnar er nú að sýna og sanna, í hverju þessar
breytingar sjeu fólgnar. Byrjar hann þá á hljóð-
fræðinni eða framburðinum, og sýnir fram á, að
hann hafi tekið afar-miklum breytingum, og kveði
. . i
t