Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 270
270
svo rammt að því, að framburður margra hljóðstafa
bafi breytzt miklu meira á Islandi heldur en í Sví-
þjóð. Orðmyndirnar sjálfar og beyging þeirra kveður
hann litið breyttar, og sjeu þær að mestu leyti
hinar sömu og í fornmálinu. Þó nefnir hann ýms
dæmi þvi til sönnunar, að sumar orðmyndir sjeu
töluvert breyttar, og segir hann þar meðal annars,
að menn segi nú lœJcnirar, vunnum, vofinn (f. læknar,
unnum, ofinn), og að orðin faðir, bróðir, móðir, dóttir,
systir sjeu nú óbeygjanleg í eintölu. Skipun orðanna
(syntaxis) kveður hann mjög breytta, en að því er
orðavalið snerti, þá brúki menn nú að mestu leyti
sömu orðin og ( fornmálinu; þó sjeu einstaka útlend
orð komin inn í málið (t. d. strax, »tak«, o: takk),
ný orð mynduð yfir útlend orð (t. d. gufuskip, guð-
frœði o. s. frv.) og eins brúki menn stundum önnur
orð en í fornmálinu (t. d. fallegur, svangur, borða,
óvinur, f. fagr, hungraðr, éta, fjándi).
Til þess nú að gera mönnum ljóst, hve miklar
breytingar sjeu orðnar á tungu vorri, prentar höf.
kafla úr Gylfaginning bæði á forn-íslenzku og ný-
íslenzku, og hefur meistari Eiríkur Magnússon verið
honum hjálplegur með að sjóða saman yngri textann.
Af því að búast irtá við, að sumum af lesendum
Tímaritsins sje forvitni á að sjá, hverjar þessar
breytingar eru, er þessi kafli tekinn hjer upp staf-
rjett með rjettritun höfundarins1.
1) Þess skal þó getið ab Passy ritar alstaðar á, i, u, ð
f. á, t, ú, ó, og hljóðstafina e og o meb lykkju niður úr, þar
sem þeir eru hjer með skáletri. Er því vikið frá rjettritun
hans í þessu efni, ab óvíst þótti, hvort þessir stafir væru til
í prentsmiðjunni eða nóg af þeim.