Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 272
272
rithöfunda, að hafa hug til og skirrast eigi við, að
brúka þau orð, sem höfð sjeu í daglegu tali, einnig
í riti, svo að íslenzk tunga geti þaðan drukkið í sig
nýtt afl og nýjan merg og bókmenntirnar blómgazt
aptur og þróazt eins og á nývöknuðum stofni, sem
laufgast og grænkar á vordegi. Hann vill og láta
íslendinga breyta rjettritun sinni í sömu átt og
Fjölnir forðum, en ganga þó feti framar. Getur
hann þess, að þegar hafi verið stigin fyrstu sporin í
þessa stefnu, því til sjeu þeir menn á Islandi meðal
hinna nýrri rithöfunda, sem álíti það ósamboðið
virðingu sinni, að stæla fornritin og gera sjálfa sig
eins og jórturdýr, sem bundin eru á klafa eða tjóðruð
(qui ueterum imitatores, id est, seruum pecus, esse
dedignentur). Sem vott þess, að dálítið sje farið að
losna um þetta tjóðurband, telur hann breytingar
þær, er farið sje að gera á rjettrituninni, sem hann
vonar að brátt verði meiri. Ef menn að eins haldi
áfram í sömu stefnu, og gangi feti framar en
hingað til, þá muni það sannast, að Islendingum
verði ljóst, að það mál, sem þeir tala daglega, sje
nú orðið ekki það sama, sem sögurnar eru ritaðar á
(sane Islandis manifestum fiet linguam qua ipsi cottidie
utuntur iam non eandem esse, qua Sagae conscriptae
sunt); og verði þeim þetta fyllilega ljóst, þá muni
dýrkun þeirra og trú á forntunguna vissulega ekki
framar mega sín nærri eins mikils til þess að varð-
veita nútíðarmálið frá því að breytast og ná nýjum
þroska.
Flest dæmi þau, sem höf. tilgreinir úr íslenzk-
unni, eru nokkurn veginn rjett, en þó eru villur á
stöku stað, t. d. *feðra« (bls. 23) f. feðr (nf. flt.),
t>líðveld«, »stj órnmsindarleg hagfrœði«, »málþrœði«
(bls. 44) f. lýðveldi, stjórnvísindaleg hagfrœði, mál-