Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 274
Athugasemd og leiðrjetting.
f hinni ágæturitgjörð nm Konráð Gíslason eptir dr. Björn
Magnússon Ólsen segir (Tímarit Bókmfjel. XII, 135), að »Sag-
an af Arnabirni og nijer« í 2. ári Fjölnis sje ekki eptir Kon-
ráð, heldur eptir Kristján, síðar amtmann, Kristjánsson; svo
hefur Hannes Hafsteinn sagt dr. B. M. Ólsen eptir Konráði
sjálfum.
Eg hef tekið sögu þessa í Sýnishók íslenzkra bókmennta
á 19. öld (bls. 106) svo sem sýnishorn eptir Konráð, og skal
eg því geta þess, að jeg fór líka eptir sögn Konráðs sjálfs.
8. desember 1890 talaði eg við hann um Fjölni og sagði hann
þá þessi orð: »Glói og Sagan af Arnabirni og mjer er eptir
mig«. Hann brosti einkennilega, er hann nefndi sögu þessa,
en annars kvaðst hann ekki muna, hvað væri eptir sig í
Fjölni; hann ætti hann ekki og hefði ekki sjeð hann í mörg
ár.
I hinni nýju útgáfu af kvæðum Bjarna Thorarensens
(Kmhöfn 1884), á bls. 182—83, eru prentaðar 2 vísur, er kall-
aðar eru Eyjatjörður. Þessar vísur eiga að falla burtu úr
kvæðunum, því að þær eru ekki eptir Bjarna Thorarensen,
heldur eptir Ólaf prófast Pálsson, er prestur var í Reykja-
vík og að Melstað.
Þegar sjera Ólafur var útskrifaður úr Bessastaðaskóla
1834, fór hann til Bjarna Thorarensens að Möðruvöllum og
var barnakennari hjá honum í 3 ár og síðasta árið djákn
að Möðruvallaklaustri. Þaðan fór hann utan til háskólans
haustið 1837 (sbr. Norðanf. XV, 87—88). Á þessum árum
(líklega 1836—37) bar svo við, að einhverjir náungar í Eyja-
flrði tóku að orða Ólaf við stúlku eina, er Þóra hjet; en er
hann frjetti það, þótti honum það ástæðulaust hjal, varð reið-
ur við og kvað vísur þessar.
Bogi Ih. Melsteð-