Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 9

Eimreiðin - 01.01.1895, Qupperneq 9
9 unglinga mundi hafa aukið afl móður vorrar, Noregs, að mörkum. Kiær reiknast svo til, að tap það, er Noregur hafi haft af fólks- flutningunum hjeðan úr landi á árunum 1880—90, muni nema hjer um bil 15 miljónum króna á ári. Auðvitað er þetta tap eltki samgönguleysinu einu að kenna. En oss hefur þó fundizt við eiga að nefna þetta i sambandi við samgöngumálið, því flutnings- mennirnir hafa vafalaust rjett fyrir sjer í því, að landið gæti komizt hjá miklu sameiginlegu tapi með því að leggja rneira kapp á að auka og bæta þau samgöngufæri, sem nú á tímum hafa svo afar- mikla þýðingu fyrir framfarir þjóðanna í efnalegu tilliti. Hverjum augum sem menn líta á málið, hljóta rnenn þó að játa, að þeir menn sjeu sannir föðurlandsvinir, sem eru að vinna að því, að útvega efnaleg lífsskilyrði fyrir því, að margfalt fleira fólki verði framfleytt í landinu en nú. »Hjer er gnægð akurlendis«, ef vjer að eins höfum nægilegt þrek og þekkingu til þess að beita plóginum og líta fram á við til þeirra hjálparmeðala, sem hag- virkjafræðin gefur oss kost á að færa oss í nyt. Flutningsmennirnir hafa ekki látið sitja við það, að Sýna yfir- burði smábrautanna fram yfir vegina, og benda á hvað reynsla annarra þjóða hefur sýnt í þvi efni á síðustu árum. Þeir hafa einnig reynt að ryðja brautina fyrir hinar nýju járnbrautaframfarir með algerlega nýjum og víðtækum lögum. I þeim brjóta þeir fyrst og fremst algerlega bág við þær skoðanir, sem kalla má að járnbrauta- löggjöf vor fyrir 50 árum síðan væri byggð á sem sjálfsögðum grundvelli, nefnilega að járnbrautagjörð væri svo dýrt og stórkost- legt fyrirtæki, að enginn gæti ráðizt í slíkt, nema rikið eða útlendir miljónaeigendur eða fjelög, eins og enska fjelagið, sem þingið 1857 því miður veitti leyfi til að leggja hina svo kölluðu »aðalbraut« eða Kristjaníu-Eiðsvallarbrautina og haida uppi lestaferðum á henni, því reynslan hefur sýnt, að það var herfilegt glappaskot. Nú þegar þriðjungsbrautirnar eða smábrautirnar eiga að fara að koma í staðinn fyrir hinar gömlu akbrautir sem samgöngufæri hverrar einstakrar sveitar, og hins vegar heldur ekki er um stærri eða kostnaðarsam- ari fyrirtæki að ræða en svo, að sveitafjelögin og opt og tiðum ein- stakir menn hefðu efni á að framkvæma þau, að minnsta kosti með tillagi úr ríkissjóði, þá getur ríkið farið að láta minna til sín taka; það getur látið sveitarfjelögin koma öllu á stað, en sjálft látið sjer nægja að hafa umsjón með, hvernig frá því er gengið. Þar sem nú þessar smájárnbrautir eru ekki annað en nýtt stig fram á við í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.