Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 5
5
hennar; þess vegna varð hún æ ósiðaðri, og með því að engin
rækt var lögð við tungumál hennar, varð það óhæft til að láta i
ljósi æðri hugsanir.
Nálægt 1450 barst húmanisminn til Frakklands og Þýzkalands1.
Sökum þess að hið andlega ástand á Þýzkalandi alt frá timum
siðbótarinnar hefur haft mörg og mikil áhrif á vort eigið ástand,
er sérstaklega mikilsvert fýrir oss að athuga það. Sumir þeirra,
er fluttu þessa hreyfingu þangað, voru misendismenn, enda höfðu
margir óbeit á þeim í fyrstu. Aftur á móti voru aðrir slíkir menn
sem Reuchlín, Erasmus og Melanchton, sem var yngstur þeirra;
voru þeir allir meðal hinna ágætustu húmanista. Menn báru og
svo mikla virðingu fyrir þessum mönnum, að' nærri lá, að húm-
anisminn yrði ofan á við alla háskóla og lægri skóla á Þýzkalandi.
En nálægt 1520 rakst hann svo á hina áköfu trúbragðahreyfingu,
sem um það leyti gekk yfir þjóðina, og varð Lúter helzti fröm-
uður hennar. Það var í sumu líkt á komið fyrir Lúter og húm-
anistunum. Hvorirtveggju hötuðu blending þann af skólaspeki og
heimspeki Aristótelesar, er kendur var á háskólunum, og hvorir-
tveggju vildu fá endurbót á kirkjunm og kirkjustjórninni, er þeir
töldu gjörspilta; en þó litu þeir mjög ólíkum augum á málin.
Lúter hataði skólaspekina, af því að honum þótti sem hún væri
horfin frá kristninni, vegna þess að hún sótti svo margt til Ar-
istótelesar, en húmanistarnir fundu henni það tii foráttu, að hún
hefði atbakað kenningar Aristótelesar. Lúter vildi koma á siðbót,
enda þótt alt kirkjuféiagið kynni að klofna við það; en Erasmus
vildi koma á endurbótum innan kirkjunnar. Það komst snemma
á einskonar vinátta milli þessara manna og Lúters, en þó var hann
jafnan í insta eðli sínu andvígur húmanismanum. Næstu árin
eftir 1520 hné áhugi allra að hinni nýju guðfræði Lúters, en um
vísindaiðkanir húmanistanna hirti nálega enginn; þess vegna sögðu
þeir Reuchlín og Erasmus nú skilið við Lúter að fullu, og Eras-
mus komst svo að orði: »Þar sem Lúter ríkir, deyja fögur vís-
indi«. En Melanchton varð alveg hrifinn af Lúter og lá jafnvel
við í nokkur ár, að hann hyrfi alveg frá húmanismanum. Snerist
honum að visu brátt hugur, en þó hafði Lúter, sem var miklu
einbeittari, jafnan mikil áhrif á hann. Samkomulagið milli Lúters-
1 Lýsingin á skólamálum Þjóðverja við háskóla og aðra skóla styðst við »Ge-
schichte des gelehrten Unterrichts etc.« eftir F. Paulsen, Leipzig 1897.