Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 20
20 hjá komist. Þetta hlýtur líka öllum að vera ljóst, þegar þess er gætt, að þegar menn eru búnir í þessum bekkjum, þá hafa menn ekki komist yfir nema svo sem 30 bls. af Austurför Kýrosar og um 500 línur (vers) af kvæðum Hómers. Og þó eru piltarnir að eins prófaðir í hinni attisku orðmyndafræði með ofurlítilli viðbót um orðmyndir Hórners. Þetta er engan veginn sagt til þess, að kasta nokkrum skugga á kennarana. Þetta verður nú svona að vera, því það er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að menn geti síðar meir fengist nokkuð við lestur ritanna, að menn séu áður orðnir leiknir í orðmyndatöflum málfræðinnar. Og það má heldur ekki ámæla kennurunum fyrir það, hvernig kenslunni er hagað í tveimur efstu bekkjunum, því henni verður nú ekki hagað á annan veg. I þessum bekkjum verða menn fyrst og fremst stöðugt að halda því við, sem áður hefur verið lært af orðmyndafræðinni; og það er sannreynt (sem reyndar líka er auðskilið), að til þessa verður að verja töluverðum tima, af því mönnum hættir svo mjög til að stirðna í grísku orðmyndafræðinni, þó menn hafi einu sinni verið orðnir leiknir í henni. Nú verða menn og að kynna sér nýja orðmyndafræði í mállýzku Heródóts og stundum jafnvel dóriskar og æóliskar orðmyndir. Og svo verða menn loks í ofan- álag að læra að minsta kosti aðalatriðin í hinni attisku orðskip- unarfræði, sem er ekkert barnameðfæri. Af þessu hlýtur víst öllum að verða ljóst, hve mikill hluti af öllum kenslutímanum hlýtur að ganga til bláberra æfinga í eintómri orðmyndafræði eða málfræðisstagl. Og við þetta bætist svo vinnan að þýðingum orð- anna eða orðbókavastrið. Af því að orðaforði grískunnar á svo nauðalítið skylt við orðaforða annara rnála, sem lesin eru í skól- unum, verða lærisveinarnir, ef menn láta þá eina um lesturinn, að stauta sig áfram gegnum setningarnar orð fyrir orð með aðstoð orðabókar og hinum mestu erfiðismunum. En annars mun venju- legast, að þeim sé leiðbeint með því að yfirfara textann á undan, að minsta kosti með því að þýða hann í snatri; stundum er meira að segja þýðing yfir hann lesin fyrir (!), og þýzkar þýðingar munu og eigi alllítið notaðar. En hvernig sem nú þýðingar lærisvein- anna kunna að vera undir komnar, sem hjá öllum þorranum vanalega eru fremur bágbornar og sérstaklega koma hvergi nærri þeim fínni tilbreytingum og orðaleik, er legið geta í orðtakinu og sambandinu, þá er hitt víst, að menn verða í þessu efni enn sem fyr jafnan að fá vissu fyrir því, að þeir hafi skilið orðin bæði rétt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.