Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 24

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 24
24 á yfirborðinu. En þar sem þó mentunargildi það, sem þessi fræð- sla hefur, vafalaust er alt of lítið í samanburði við þann tíma og vinnuafl, sem varið er til hennar, þá verðum við, eins og áður er á vikið, fastlega að ráða til, að hætta við grískukensluna í sinni núverandi mynd, og taka í stað hennar upp kenslu í bókmentum Grikkja og menningarsögu og nota til þess þýðingar og önnur slík kenslufæri. Og til þessa verðum við því fremur að ráða, sem við erum sannfærðir um, að kenslan getur með þessu móti, auk stórkostlegs tímasparnaðar, eigi að eins borið sama árangur og nú, heldur aflað mönnum langt um staðbetri og auðugri þekkingar í þessum efnum. Og það er og verður þó þessi þekking (o: á bók- mentunum og mentalífinu), sem mest á ríður. Það er hún ein, þó harla ófullkominn sé, sem veitir hinni núverandi grískukenslu í skólunum nokkurt gildi, en alls ekki kunnáttan í málinu, sem ofboð fljótt rýkur á burt. Og við þessa kenslu á það fremur en nokkra aðra, að skólinn verður með kenslu sinni að veita fræðslu um eitthvað, sem hefur gildi í sjálfu sér, alveg út af fyrir sig, en á ekki að eins að vera skilyrði eða undirstaða til. þess að ná frek- ari menningarþroska, þegar út úr skólanum er komið; því það er sannreynt, að í þessum efnum láta menn staðar nema við þá fræðslu, sem menn hafa fengið í skólanum. Það hafa komið fram ýmsar mótbárur gegn því að kenna eftir tómum þýðingum. Fyrst og frernst segja menn, að menn fari á mis við »sjálfskoðunina« (Autopsien) eða lestur frumritanna sjálfra. En sú sjálfskoðun, sem menn halda að lærisveinarnir fái nú, er því nær eingöngu sjálfskoðun á hinu gríska letri; hún er að minsta kosti í hverju einasta atriði sjálfskoðun gegnurn gler- augu kennarans. Menn hafa sem sé í þessu efni í hreinustu mis- gripum skoðað skólapiltinn sem vísindamann, og tala því eins og pilturinn gæti haft það upp úr lestrinum, sem vísindamaðurinn getur haft upp úr honum, og. það þó oftsinnis með miklum erf- iðismunum. Því næst segja rnenn, að þýðingar geti ekki gefið nema ófullkomna (»nokkurnveginn«) hugmynd um frumritið. Hér gæti kannske átt við í fyrsta lagi að bera upp þá spurningu, hvað menn þá vilja gera úr þeirri þýðingu, sem kennararnir eru vanir að láta lærisveinum sínum í té í skólanum, eða sem þeir sjálfir mynda sér með þvi að brjótast gegnum frumritið? Ætli hún sé’ sérstaklega trú eftirmynd af frumritinu? Og þó er einmitt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.