Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 24
24
á yfirborðinu. En þar sem þó mentunargildi það, sem þessi fræð-
sla hefur, vafalaust er alt of lítið í samanburði við þann tíma og
vinnuafl, sem varið er til hennar, þá verðum við, eins og áður er
á vikið, fastlega að ráða til, að hætta við grískukensluna í sinni
núverandi mynd, og taka í stað hennar upp kenslu í bókmentum
Grikkja og menningarsögu og nota til þess þýðingar og önnur
slík kenslufæri. Og til þessa verðum við því fremur að ráða, sem
við erum sannfærðir um, að kenslan getur með þessu móti, auk
stórkostlegs tímasparnaðar, eigi að eins borið sama árangur og nú,
heldur aflað mönnum langt um staðbetri og auðugri þekkingar í
þessum efnum. Og það er og verður þó þessi þekking (o: á bók-
mentunum og mentalífinu), sem mest á ríður. Það er hún ein,
þó harla ófullkominn sé, sem veitir hinni núverandi grískukenslu
í skólunum nokkurt gildi, en alls ekki kunnáttan í málinu, sem
ofboð fljótt rýkur á burt. Og við þessa kenslu á það fremur en
nokkra aðra, að skólinn verður með kenslu sinni að veita fræðslu
um eitthvað, sem hefur gildi í sjálfu sér, alveg út af fyrir sig, en
á ekki að eins að vera skilyrði eða undirstaða til. þess að ná frek-
ari menningarþroska, þegar út úr skólanum er komið; því það er
sannreynt, að í þessum efnum láta menn staðar nema við þá
fræðslu, sem menn hafa fengið í skólanum.
Það hafa komið fram ýmsar mótbárur gegn því að kenna
eftir tómum þýðingum. Fyrst og frernst segja menn, að menn
fari á mis við »sjálfskoðunina« (Autopsien) eða lestur frumritanna
sjálfra. En sú sjálfskoðun, sem menn halda að lærisveinarnir fái
nú, er því nær eingöngu sjálfskoðun á hinu gríska letri; hún er
að minsta kosti í hverju einasta atriði sjálfskoðun gegnurn gler-
augu kennarans. Menn hafa sem sé í þessu efni í hreinustu mis-
gripum skoðað skólapiltinn sem vísindamann, og tala því eins og
pilturinn gæti haft það upp úr lestrinum, sem vísindamaðurinn
getur haft upp úr honum, og. það þó oftsinnis með miklum erf-
iðismunum. Því næst segja rnenn, að þýðingar geti ekki gefið
nema ófullkomna (»nokkurnveginn«) hugmynd um frumritið. Hér
gæti kannske átt við í fyrsta lagi að bera upp þá spurningu, hvað
menn þá vilja gera úr þeirri þýðingu, sem kennararnir eru vanir
að láta lærisveinum sínum í té í skólanum, eða sem þeir sjálfir
mynda sér með þvi að brjótast gegnum frumritið? Ætli hún sé’
sérstaklega trú eftirmynd af frumritinu? Og þó er einmitt