Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 109
109
smiðjur eða iðnaðarmenn, sem smíðuðu neina þá muni, er keyptir
væru af utanbæjarmönnum.
En bæjarbúum sárnaði að nokkur efi skyldi leika á þessu, er
varðaði bæinn svo miklu.
Það lét þeim illa í eyrum. Og loks fengu þeir þetta mál
lagt undir úrskurð hins háa háskóla.
Fræðimenn hlutaðeigandi háskóladeildar struku nú allir þrír
hökuna og fóru að brjó.ta heilann um, hvernig í þessu lægi.
Um eitt atriði kváðust allir hinir þrir doktorar vera fyllilega
sammála, sem sé, að óhugsandi væri, að nokkur bær gæti verið
án þess að hafa einhvern atvinnuveg.
En svo kom það, sem var aðalsnurðan á öllu saman.
Þrátt fyrir hinar nákvæmustu og rýnustu rannsóknir varð
ekki sýnt fram á, að þessi bær hafði neinn atvinnuveg.
Og þó var það deginum ljósara, að bærinn var til.
Og hér stöðnuðu allar hugsanir þeirra, og þeir urðu að láta
sér nægja lauslegar getgátur.
Sá, sem elztur var og frægastur af háskólakennurunum, og
gefið hafði út rit eitt um ríkisskuldirnar og sýnt fram á, að því
skuldugri sem þjóðin væri, þvi hamingjusamari væri hún, ímyndaði
sér, að einhverju líku kynni að vera að gegna hér; en hann lét
ekkert uppskátt og vildi ekki láta skoðun sina í ljósi að svo stöddu.
Annar háskólakennarinn benti á, að alkunnugt væri, að til
væru stór höf, eins og t. d. Kaspiskahafið, án þess þó að unt hefði
verið að finna nokkurt sýnilegt afrensli, og að hugsanlegt væri, að
náttúran léki líkan leik hér.
En þetta hrakti hinn þriðji í snörpu og sáryrtu riti með því,
að hér væri ekki um afrensli að ræða, heldur aðrensli — einmitt
það gagnstæðasta, sem'hugsast gat.
Um þetta þráttuðu þeir tveir af mesta kappi í ýmsum tíma-
ritum.
Og þeir mundu hafa haldið áfram enn þá, ef hinum fyrnefnda
fremsta og frægasta af háskólakennurunum hefði ekki skyndilega
tekist að leiða skýr og óyggjandi rök að því, að borgararnir í
hlutaðeigandi bæ lifðu aðeins og einungis hver á öðrum sín á milli.
Og hann sannaði í riti einu í sex bindum, að eins væri ástatt
með marga aðra bæi i heiminum.
Guðm. Finnbogason,
Þýddi.