Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 117

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 117
PÁLL BRIEM: SKÝRSLA UM KLÁÐAMÁLIÐ, gefin d fundum amtráðs Norðuramtsins og Austuramtsins 1898. í skýrslu þessari er fyrst skýrt frá álykt- unum og ráðstöfunum amtsráðanna til varnar og útrýmingar kláðanum í ömt- unum, er voru fólgnar í þvl þrennu: 1. að skipaðar voru almennar baðanir á öllu fé á kláðasvæðinu, sótthreinsun á húsum og einangrun sjúkra kinda; 2. að útbýtt var meðal allra búenda ritgjörð, er fræddi þá um’eðli og meðferð kláðans, og 3. að hreppstjórum var skipað að hafa vakandi auga á heilbrigðisástandi fjár- ins í hreppunum og gefa árlega skýrslu um það, svo hægt yrði að stemma stigu fyrir sjúkdómnum í tlrna, ef hann [kynni að gjöra vart við sig. Verður ekki annað sagt, en að ráðstafanir þessar séu yfirleitt mjög viturlegar. Því furðan- legra er það, hve illa þeim var tekið af mörgum I fyrstu og hve menn trássuð- ust við að hlýðnast þeim, og vildu fara hver eftir sínu höfði og káka í sínu homi. En sem betur fer, virðast margir hafa sannfærst um það furðu fljótt, að ráðlegast væri að taka höndum saman og gjöra alvarlegar tilraunir til þess að koma sem fyrst ófögnuðinum af höndum sér, þó enn vanti mikið á, að allir gjöri skyldu sína í þessu efni. — Því næst er skýrt frá því, hvernig fjárldáðan- um hafi verið útrýmt ( Noregi. Þar »hafi amtið skipað ffamkvæmdarstjóra til útrýmingar kláðanum og hann svo tekið sér aðstoðarmenn eftir þörfum. Með þvl tilhögun þessi hafi reynst svo vel í Noregi, er amtmaður þeirrar skoðunar, að sömu aðferð ætti að beita hér á landi, en það sé ekki hægt, nema gildandi kláðalögum sé breytt. Hann hefur því samið »frumvarp til laga um fjdrkláðac, sem prentað er aftan við skýrsluna. Þungamiðjan í lögum þessum er ákvæðin um skipun framkvæmdarstjóra, er amtmaður skipar, og svo um eftirlitsmenn, er sýslunefndir og bæjartjórnir kjósa. í fljótu bragði getum vér ekki betur séð, en að fyrirkomulag það, sem frumvarpið fer fram á, sé mjög hentugt og hið eina vænlega til skjótrar útrýmingar kláðanum. Auðvitað hlýtur það að hafa mikinn kostnað í för með sér, en ekki verður í það séð, þar sem svo mikið er ( húfi, enda getur kostnaðurinn aldrei orðið svo mikill, að hann verði meira en örlítið brot á móts við hagnað þann, sem hlytist af útrýmingu kláðans. — Er vonandi að stjórn og þing láti mál þetta til sín taka og styðji drengilega viðleitni amts- ráðanna norðan og austan og forseta þeirra, amtmanns Páls Briems, sem á stór- miklar þakkir skilið fyrir hinn einlægu áhuga sinn og ótrauðu framkvæmdarsemi I þessu velferðarmáli. St. St. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENTIR ERLENDIS: GESTUR PÁLSSON Á BÖHMISKU. í ritsafni einu, sem gefið er út í Prag og heitir »Svétová knihovna«, kom út árið sem leið þýðing á tveim sögum eftir G. P. («Dw' islandskd povídky napsal Gestur Pílsson«) eftir O. S. Vetti. Eru það sögumar »Kærleiksheimilið« (Sídlo Idsky) og »Grímur kaupmaður deyr« (Ku- pec Grimur umlrá). Framan við sögurnar er 17 bls. formáli og er þar stutt lýsing á íslandi og íslendingum og getið allra hinna helztu nýrri skálda og nokkurra annara rithöfunda. »0. S. Vetti* er dulnefhi þýðandans, en réttu nafni heitir hann Al. Koudelka og er hann prestur í bæ einum í Máhren (í Austurríki), sem heitir Nikolcic (skamt frá Seelowitz). Hann hefir þýtt fjölda bóka úr flestum rnálum Norðurálfunnar, og þar sem hann má heita ungur maður (f. 18/u 1861), þá má enn mikils af honum vænta, enda kvað hann hafa í hyggju að þýða fleiri islenzk rit á böhmisku. Islenzku hefir hann lært af sjálfsdáðum og tilsagnarlaust, og má það kalla vel gert, jafntjarskyld og hún er móðurmáli hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.