Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 2

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 2
2 væri hægara að fá tóm til þess að nema og stunda bóklega iðn en í Reykjavík. Par eru saman komnir svo margir lærðir menn, að leitun er á fleirum á jafnlitlum bletti. Pó eru þar einstöku menn, sem láta til sín heyra við og við. ÍM hefur stundum verið fleygt, að hinir yngri menn hefði einhvern ímugust á fornfræði og þesskonar. En hvort þetta er satt, veit ég ekki, og það er líka undir því komið, hver »fornfræðin« er. En hitt er víst, hvað sem sumir segja, að vér Islendingar erum nú einu sinni með því fæddir og með því markinu brendir, að þykja mest koma til sögu og þesskonar fræða. Jafnvel þeir menn, sem mest nýjabrumið er á og ættu að vera fjarstæðastir handritagrúski og fornfræða-fágun, eru stundum komnir út í sögu og fornfræði, fyr en nokkur veit af, og rita langar bækur um. Ég minni á Landfræðissögu dr. Porvalds Thóroddsens. Eg geng að því vísu, að það séu aðeins þessi vísindi, og engin nema þau, sem Islendingar geti framvegis, eins og hingað til, afrekað nokkuð í, er sjálfstætt sé og gott. Að einn og einn vekist upp í öðrum vísindum, efast ég ekki um, en þeir verða aldrei nema undantekningar. Enda liggur oss næst sjálfum að leggja sem mesta rækt og bezta við vora eigin sögu og vor eigin fræði. Tað gera og allar aðrar þjóðir hver fyrir sig. Einn af þeim fáu mönnum í Reykjavík, er af alvöru leggja stund á vísindi og bókagerð, er skólastjóri, dr. Björn M. Ólsen. Hann hefur ritað ýmislegt, bæði á dönsku og íslenzku, um rúnir á Islandi til rits (á dönsku), ritgjörðir um Ara fróða og fleira, um Sturlungu (í Safni til sögu íslands), og nú síðast um »Um kristni- tökuna árið iooo og tildrög hennar«,'j bækling í stóru broti með 108 blaðsíðum. Tað sem einkennir öll rit höfundarins, er fyrst og fremst góð þekking á heimildarritum, þar næst skilmerkileg og ljós skipun efnisins og greining, og í þriðja lagi lipurð í máli1) og allri ytri meðferð efnisins. Af öllum ritum hans þykir mér langmest koma til Sturlungu-ritgjörðarinnar og ber margt til þess. Auk þeirra eiginlegleika, er nefndir voru, ber þessi ritgjörð alstaðar vott um hugsunarrétta rannsóknaraðferð; enda er niðurstaða höf. að mestu rétt, en efnið er víða erfitt og flókið. Tað er örsjaldan, að höf. x) Einstöku sinnum bregður því fyrir hjá höf., að hann hefur danskar setningar í huga og þýðir þær.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.