Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 6
6
fullkomnasta heimildarrit telur ekki fleiri, og svo ekki síður hinu,
að þessir kristnu menn voru uppnefndir, kallaðir »kristnir« eða
»fíflskir«; það sýnir, hve nýstárlegir og hve sjaldgætir þess háttar
menn voru. Hér við bætist, að sögurnar eru í þessu efni í sam-
ræmi við Landnámu. Pvert ofan í alt þetta hefur höf. þor til að
segja: »Vera má,1 að fleiri landnámsmenn hafi verið kristnir en
Landnáma og sögur vorar telja, og eflaust1 má ganga að því
vísu,1 að ýmsir af hinum minni háttar mönnum, sem lítið bar á,
hafi verið kristnir« — og svo er bent á ýmsa með orðatiltækj-
unum: »Líklegt er . . . ef til vill . . . má telja víst . . . eflaust (oft)
. . . eigi er ólíklegt . . . getur vel verið« (3^—5. bls.). Um þetta
alt er aðeins það að segja, að höf. gengur hér lengra í getgátum
sínum, en ástæða er til og þörf, og lengra en hægt er að
standa við. Hvort t. d. einhverjir þrælar Auðar hafi verið kristnir
er svo vita-þýðingarlaust í sögu kristninnar, að það var óhætt
að sleppa þeim; hafi húsbændurnir verið heiðnir, hafa þrælarnir
verið það ekki síður — »quales domini, tales servi« — og »eftir
daga Auðar »spiltist trú frænda hennar«« segir höf. eftir Landn.
Höf. játar nú — þrátt fyrir alla mögulegleikana — að »alt bendi
til, að sá litli vísir« kristninnar »hafi brátt kulnað út af víðast
hvar« — og þessu er ég alveg samþykkur.
Pessi »fyrsta kristni« landsins, sem að mestu eða öllu er
horfin um 930, stendur þá í engu beinu sambandi við kristniboðin
á síðasta hluta 10. aldar og sjálfa kristnitökuna. En mig furðar
á því, að höf. skuli ekki benda á, að sögusögnin og meðvitundin
um þessa kristnu menn, er barna[barna]börn þeirra lifðu um 1000,
hafi kunnað að greiða götu fyrir hlýjum huga til kristninnar hjá
niðjum þeirra, og verið á þann hátt ein af orsökunum til þess, að
kristnin komst svo auðveldlega fram. Letta væri rétt ályktun og
er ekkert hægt að hafa á móti henni; af Landn. vitum við, að
endurminningin um þessa menn hafði lifað alla tíð.
Að því er snertir hnignun heiðinnar trúar á Islandi, hafa þar
sjálfsagt verið sömu orsakir til sem annarstaðar á Norðurlöndum,
og vísar höf. til rits K. Maurers, er skýrir ágætlega frá öllu þessu.
Trúin á hin heiðnu goð og mátt þeirra var orðin veik, og hjá
mörgum algjörlega horfin; mönnum stóð á sama, á hvað þeir
trúðu. Margir trúðu á mátt sinn og megin. Hvað var að undra
1 Gleiðletrað af mér.