Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1901, Side 9
9 á einum 14 dögum, er þingið stóð. Pessa greining hefur Vil- hjálmur Finsen ómótmælanlega sannað. Eins víst er hitt, að tala lögréttumanna og dómenda var 36 — eins og í lögréttunni í Noregi. Pessi tala var svo rótgróin í huga manna, að engum hefur dottið í hug að vilja hafa aðra skipun, enda kemur aldrei nokkur óánægja með það fram í neinu riti. Pessir 36 lögréttu- menn voru tómir goðar, en það voru fleiri goðar á landinu en 36. Pað hafa því hlotið að vera frá öndverðu reglur gefnar um það, hverjir goðar skyldu vera lögréttumenn. Peim hefur verið skift jafnt niður á hina ýmsu landshluta, er nefndir voru þing; þau urðu 12 og 3 goðar-lögréttumenn í hverju. Veldi þessara manna hét goðorð, og gekk í erfðir. Pað er nú ljóst, að einhverjir goðar eða höfðingjar hafa frá fyrstu orðið út undan, og það hafa verið höfðingjar (goðar), sem gátu ekki komist að í lögréttu. En aldrei nokkuru sinni er þess með einu orði getið, að nokkur óánægja hafi verið hjá þeim, er eigi voru lögréttumenn. Og er það auðskilið. Skipulagið var, sem sagt var, svo samkvæmt hugsun- arhættinum, að engum hefur komið til hugar að kurra. Og eng- inn vafi er heldur á því, að það hafa jafnan verið beztu menn- irnir, sem voru lögréttumenn. Svona var fyrirkomulagið til c. 965. Á því ári urðu breytingar gerðar, er sérstaklega snertu varnar- þing manna. Pað er Ari, sem segir frá þeirri réttarbót; Pórðr gellir var frumkvöðull hennar, er Ari var frá kominn í beinan karllegg. Ari segir svo: þá var landinu skipt í fjórðunga, svo að 3 urðu þing í hverjum fjórðungi . . nema í Norðlendingafjóröungi voru 4 (ástæður sagðar til þess). Pað er að skilja: þeim I2þing- um, er áður voru, var nú skipað svo, að þau urðu undirskifting landsfjórðunganna, er nú fyrst voru með lögum ákveðnir, en jafn- framt voru sérstakar ástæður til þess, að Norðlendingafjórðungur íékk einu þingi meira en hinir. Nú varð því spurningin sú, hvernig átti að koma þessari þingatölu (13) heim við lögréttuskipunina og dómendatöluna, »dómnefnuna«, sem Ari kallar. Hann segir: »en þó skyldi jöfn dómnefna ok lögréttuskipun úr þeira fjórðungi, sem úr einum hverjum öðrum«. Pað er mein, að Ara hefur orðið það á, að orða þetta svona — því að nú eru þessi orð hans ágrein- ingsefni. Frá hans sjónarmiði og hans samtíðarmanna hafa þau verið fullljós — og það er í rauninni nóg. Pví að þau gera ein- mitt ráð fyrir því, að dómnefna og lögréttuskipun hafi þá ('965) verið (eða orðið) sú hin sama, sem Ari þekti og var á hans tím-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.