Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 12
12 að búa til«; um goðorð, er voru búin til út af sjálfum dómnum og handa honum, gat ekkert réttara eða annað yfir höfuð staðið í Grágás, en það sem þar stendur þann dag í dag. það sem beinast liggur við er þá að skilja orðin svo, sem hin nýju goðorð séu þau, er mynduðust og urðu að myndast jafnframt því sem fimtardómurinn var stofnaður. Ekki þessu til styrkingar, heldur beinlínis til sönnunar eru svo orð og vitnisburður Njálu, sem að engu leyti eru tortryggileg.1 Afleiðingin af þessu verður blátt áfram sú, að setning fimtardóms og upptaka nýrra goðorða útaf 1 Höf. segir., að Njála láti »fimtardómssetninguna gerast nokkrum tíma áður en kristni var lögtekin«. Þetta kemur til af því, að höf. lokar augunum og vill ekki sjá, að kristniþátturinn í Njálu er innskot, og að það er þess vegna, að tímatalið villist. —• Eg get ekki stilt mig um að rita hér nokkur orð um hina alkunnu klausu í 97. kap. Njálu um lögréttuskipunina. Það er eins og það líti út fyrir, að höfundur þeirrar klausu hafi ætlað, að breytingar hafi verið gerðar á lögréttunni um leið og fimtardómur var settur. í*essi klausa er óskilmerkilega rituð og skýrir að nokkru leyti frá lögréttunni eins og hún alla tið var, að minsta kosti frá því um 965. l?ar stendur »ok skal þá velja til þess« [0: að sitja á miðjum pöllum] (goðabekkn- um) osfrv. fetta hafa sumir skoðað sem Njáll hafi lagt það til, að aðallögréttumenn- irnir skyldu hér eftir (þ. e. eftir 1004) vera valdir (áherzlan lögð á þetta orð), og hefði þetta átt að vera til þess að hnekkja goðavaldinu. Þetta er nú svo rangt sem mest má verða. í*að má nærri geta, hvort goðarnir sjálfir, sem áttu að greiða atkvæði um þessa breytingu, mundi nokkru sinni ganga að því, — og það má nærri geta, hvort spekingnum Njáli mundi nokkuru sinni hafa getað dottið önnur eins heimska í hug. Og þó á þetta að hafa fram farið(!), þótt allir viti, að það voru goðarnir einir, sem alla tíð skipuðu lögréttu, án þess að vera nokk- uru sinni valdir til þess. Vilhj, Finsen hefur meistaralega sýnt, hve röng öll klausan er og álítur, að hún sé innskot og getur þess, að hana vanti í eitt handritið (G) — sama hafa útgefendurnir bent á i útg. 1875. í*að er þe^ta atriði, sem ég vildi hér sýna frekar fram á. I raun og veru mætti segja, að það væri marklítið, þótt eitt hdr. slepti henni. En gáum betur að. Handritin G og I, í konungsbókhlöðunni, eru hér um bil orðrétt eins — eins og sjá má af útg. —, en þó ekki lengur en aftur að 65. kap. hér um bil. Upp úr því verða þau aðskila, og I fylgist með hin- um handritunum. Þetta er svo að skilja, að I er skrifað upp eftir 2 handritum, hvernig sem á því stendur, og hefur hið síðara verið skyldara þeim, er nú eru 'til, en þvi, sem upphaflega var ritað eftir. G hefur þar á móti stöðugt ritað eftir sama hdr., og í því hefur vantað þessa klausu — og það er einkar merkilegt, því að það hdr. hefur hlotið að vera gamalt og jafnvel eldra en nokkurt hdr. af Njálu, er nú er kunnugt. En einmitt þetta styrkir aftur mjög þá skoðun — og jafnvel sannar —, að klausan sé innskot frá lokum 13. aldar, og um leið tilbúningur afritara, og það er líka sú ættin, sem hún sver sig í að öllu leyti. — [Vérum getum með engu móti fallist á skoðun hins háttvirta höf. á þessum stað í Njálu og allra sízt að skýr- ing próf. Maurers og dr. Rosenbergs á tillögu Njáls sé »svo röng sem mest má verða. Hún stefnir að vorri skoðun i alveg rétta átt, þó hún þurfi lagfæringa við, og munum vér ef til vill skýra það betur í sérstakri grein. RITSTJ.].
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.