Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 19

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 19
i9 gat hann klórað nafnið sitt, svo hægt væri að lesa það, undir þinggjörðina á vorin, þegar hann Thorlacíus sýslumaður, góðkunn- ingi hans, gjörði honum það til geðs og ímyndaðrar virðingar, að hafa hann fyrir þingvitni. Tölustafi þekti hann tæpast né gildi þeirra, en góða grein kunni hann á því að telja saman á fingrum sér, það sem hann átti að fá frá öðrum fyrir skorpnar grásleppur, miður vel verkaða ýsuhausa eða annað þesskonar, eða hvað mörg pund af fúnum rudda hann hafði hjálpað hinum eða þessum um þetta eða þetta vorið og hvað mörg lambsfóður hann gæti fengið í staðinn, og aldrei hafði það heyrzt, að Sigurður hefði reiknað af sér, hversu margbrotnir sem þessir ýsu eða ruddareikningar höfðu verið. En hvað um það, þrátt fyrir alt og alt hafði hann oft verið sannnefnd hjálparhella sveitarbúa, þegar vorharðindin ætluðu »alt að drepa«, eins og einn karlinn komst að orði. Ekki var Sigurði gamla vel við mentunina. Hann lét þó hlut- lausa hina svokölluðu æðri mentun, og þó embættismanna synir gengju skólaveginn, það þótti honum gott og blessað. Pað helg- aðist alt af því eina, þessari stálhepni að eiga prest, lækni eða sýslumann fyrir föður og skárra en ekki neitt, þó það væru að- eins bókhaldarar í kaupstað. En þegar sléttir og réttir bænda- synir voru að flana þennan skólaveg, það var óþolandi, þeir hefðu líklega getað unað við orfið eða árina eins og feður þeirra. Pó var Sigurði ekki jafnmeinilla við neina menn, eins og gagnfræð- inga og búfræðinga. Sérstaklega urðu gagnfræðingarnir fyrir ónáð hans og ásökunum. í*eir voru »hálfmentaðir spjátrungar«, sem höfðu einungis fengið »nasasjón af mentuninni«. Og þetta hlaut að vera satt, Sigurður hafði sjálfur heyrt lækninn segja þetta einu sinni, þegar einn gagnfræðingurinn hafði gjörst svo djarfur, að finna eitthvað að framkomu hans. Ástæður Sigurðar fyrir óvildinni til gagnfræðinganna voru nú bæði margar og mikilvægar, eins og nærri má geta. Einn hafði dróttað að honum tíundarsvikum, annar, sem eitt- hvað þóttist eiga sín í að hefna, hafði í réttunum gjört gys að því í allra áheyrn, að þá um vorið hefði Sigurður sent nýja sýslu- manninum einhverjar gjafir, til þess að reyna að koma sér inn undir hjá honum. Svona höfðu þeir margir orðið til að hnjóða í hann blessaðan bændaöldunginn, sannnefndan sómamanninn, og þó haíði fyrst kastað tólfunum núna, síðan hann Pórður á Hól fór að búa, einn gagnfræðingurinn enn. 2’

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.