Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 27

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 27
27 eins og annarstaðar. En hvað á líka að gera við þessi tillög, þessar bækur og þennan sjóð? mér sýnist alt geta komist af án þess.« »Eg, aftur á móti álít, að það sé alt mjög mikils virði. Ef einhver félagsskapur á að eiga sér stað, þá þurfa nú fyrst og fremst að vera tillög, því ekkert félag getur staðist, nema hafa fundi, en fyrir fundahöld þarf að borga.« »í*að er nú einn af nýju siðunum ykkar ungu mannanna, að selja alt ætt og óætt; þegar ég var ungur var ekki þessi sífelda sala, við gerðum öðrum greiða og þeir okkur aftur. Svo jafnaði alt sig; en nú er alt selt og þó eru allir á rassinum.« fórði fór ekki að lítast vænlega á með erindið, að fá Sigurð í félagið, en hann vissi, að honum reið á að fá Sigurð til að vera með; því þó Pórður væri búinn að ná töluverðum ráðum í sveit- inni, vissi hann vel, að ef Sigurður drægist aftur úr, þá mundu líka flestir eða allir hinir eldri bændur draga sig í hlé, og þar á meðal presturinn, því hann var meiri vin Sigurðar en ungu mannanna; og ef félagið vantaði alla eldri bændurna, þá vantaðí líka allan kraftinn. En Pórður var svo vel kunnugur Sig- urði, að hann vissi, að hann gekst ekki fremur fyrir öðru en mannvirðingum, og enda þótt hann hefði hugsað sér að hafa mest ráðin í félaginu sjálfur, þá hugsaði hann sér nú að spila út sínu síðasta trompi gagnvart Sigurði og sagði því með mestu rósemi: »Mér þykir slæmt, hvað þú ert fráhverfur þessum félagskap, Sigurður; ég hafði hugsað mér, ef þú fengist til að vera með, að fá þá að hafa hér fundastað fyrir félagið, að minsta kosti í byrj- un; því bæði er það, að hér er miðdepill sveitarinnar bæði að vegalengd og öðru, og svo eru hvergi hæfileg húsakynni, nema ef þú vildir Ijá stofuna hérna; það væri sjálfsagt að borga það. Pá hefðum við líka vissu fyrir því, að fá að heyra þínar skoðanir á málunum, ef fundurinn væri hér, og það þykir okkur mikils- vert.« »En mér finst þýðingarlaust að vera að vefa þetta bókafélag inn í jarðabótafélagið, og ekki sé ég, að vetrarskoðanirnar ykkar geti orðið til neins gagns. Pær vekja aðeins óþarfa hnýsni; það er eins og þið haldið, að við stelum altaf svo eða svo miklu undan tíund, og viljið því altaf vera að skoða og telja,« sagði Sigurður og helti á staupið hjá Pórði. IJegar Pórður hafði skolað hálsinn með helmingnum af inni-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.