Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 31
3i
heldur en tvöfalt framfæri þeirra allra,« sagbi Pórður og var auð-
heyrð þykkja í röddinni.
»Já, ég veit nú ekki, hversu mikið er varið í þennan óbeina
samlíkinga reikning ykkar ungu mannanna, en hitt veit ég fyrir
víst, að útsvör bænda alment yrðu að hækka að mun, ef allir þeir
ómagar væru komnir á sveit, sem nú hafa ofan af fyrir sér, hér
og annarstaðar, með því að fara um,« sagði Sigurður, og í því
kom kaffið, svo talið féll niður.
Pegar þeir voru búnir að drekka kaffið og Pórður hafði þakkað
með handabandi, tók hann hatt sinn og hélt út á hlað, og fylgdi
Sigurður honum; var nær náttmálum. En rétt þegar Pórður ætlaði
að stíga á bak, segir Sigurður:
»Eg þarf líklega ekki að geta um það við þig, Pórður, að ég
vil síður að það verði dansað mikið, þó þú haldir þennan fund
hérna einhverntíma.«
þórður huggaði hann með því, að þaö skyldi ekki verða gert,
kvaddi hann síðan og sté á bak og lét Skjóna fara á kostum út
tröðina.
Á heimleiðinni kom þórður við í Veitu og sagði Jóni, að
hann hefði von um að Sigurður í Bæ mundi framvegis fremur
verða hlyntur hinu fyrirhugaða félagi, og þegar hann daginn eftir,
sagði hinar sömu fréttir við kirkjuna, vakti það svo almenna undrun
meðal yngri og eldri, að yngri mennirnir gleymdu að hælast um
og hinir ympruðu ekki á neinum mótbárum, svo þar var mót-
mælalaust samþykt, að allir atkvæðisbærir hreppsbúar, skyldu
eiga fund með sér, að Bæ, miðvikudaginn síðastan í sumri, til
þess að setja félagið á laggirnar og voru frumkvöðlar þess í góðu
skapi yfir vænlegum horfum.
II.
Það var óskemtilegt veður í Bæjarsveit sunnudaginn síðastan
í sumri. Pokan grúfði niðdimm yfir fjallinu og sveitinni og rof-
aði aldrei til, nema ef vindhviða sópaði henni sem snöggvast frá
á sumum stöðum, til þess að gera hana enn svartari annarstaðar.
Hráslagaleg, nöpur útnorðangola stóð af firðinum, um alt
hérað, og smeygði sér inn um hverja gætt á húsunum, svo kon-
urnar margvöfðu prjónaþríhyrnunum um hálsinn, til þess að halda
á sér hita, og fötin á þeim, sem úti voru, lágu eins og blaut
klessa, utanum líkamann; það var sannarlegt haustveður.