Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Side 33

Eimreiðin - 01.01.1901, Side 33
33 yrði ekki heima sjálfur, þeir væru ekki svo drífandi vinnumenn- irnir sínir. Pegar þeir komu inn í baðstofuna, sagði prestur einum vinnu- manni sínum að taka Rauð og gefa honum töðu, en með Sigurð fór hann inn í hús, sem var í öðrum enda baðstofunnar, og lok- aði að sér. Það var komið fram yfir nón, þegar þeir vinirnir komu aftur út á hlaðið; þar stóð Rauður altygjaður og beið húsbónda síns, en prestur tók í tauminn og gekk á stað suður götuna með Sigurði. »Svo þér haldið að það sé áreiðanlegt, að það megi byggja á þessu, sem hún Manga gersemi, sagði konunni yðar eftir Pórði,« sagði prestur og leit til Sigurðar, sem gekk við hlið hans. »Já, já, sei, sei, já hún er sannorð kerlingaranginn, enda er það ekki meira en annað af þessum ungu mönnum, þó þeir gorti yfir því að skjóta gömlu körlunum ref fyrir rass.« sfað ríður líka á því, því ef þetta reynist alt slúður úr kerlingunni, þá gæti það, ef til vill, orðið hættulegt vopn, sem snerist í höndum okkar, svo að það greiddi þessu félagi þeirra braut, og þá væri ver farið en skyldi; en hafið þér augastað á nokkrum, til þess að halda. uppi svörum með mér á fundinum; það getur orðið óþægilegt fyrir mig að standa einn uppi; hann kvað vera skratti tölugur þessi Pórður, og það dýrkar hann eins og dýrling, þetta unga fólk.« »Já blessaðir verið þér, það er ófært,« sagði Sigurður og stansaði, því þeir voru þá komnir á túnfótinn. »Og einmitt þess vegna ætlaði ég fram að Gili, til þess að nefna það við hann Hafliða, að koma og verða á yðar máli; hann er skynsamur, og þá mun varla gruna, að hann verði þeim mótfallinn; þess vil ég biðja yður, prestur minn, að láta ekki uppskátt þetta samtal okkar; ég hafði lofað honum Pórði að verða ekki mótsnúinn, og það vil ég efna; en til allrar hamingju lofaði ég aldrei fundarstað nema í eitt sinn.« »Pað er sjálfsagt, Sigurður minn, að þetta tal verður okkar á milli; en haldið þér, að þér fáið Hafliða á Gili í lið með okkur; hann er vinur þórðar á Hóli.« »Pað hefir enginn, sem hann hættir ekki,« sagði Sigurður og glotti. »Og heldur vonast ég til, að hann verði á ykkar máli á fund- 3

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.