Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 37

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 37
37 sér ills von úr öllum áttum; honum fanst hann ekki geta hugsað til þess, hann varð að reyna eitthvað; en hvað? Enginn mundi vilja lána honum svona stóra upphæð, hann sá engin ráð, og von- leysisstuna leið upp frá brjósti hans, sem gekk upp og niður af harmi og hugarvíli. Peir höfðu nú riðið stundarkorn steinþegjandi og altaf hafði Sigurður starblínt á Hafliða; það var eins og hann byggist við að geta lesið úr andliti hans eitthvað það, sem sér riði á að vita, og hvorugur tók eftir því, hvernig golan fúl og köld þeytti regndrop- unum í andlit þeim. Loks segir Sigurður, og var þá aftur orðinn blíður, sem bezti faðir: »Heldurðu annars, Hafliði minn, að þú getir ómögulega borgað mér þetta núna?« »Eg held ekki,« sagði Hafliði, svo lágt að varla heyrðist. sfað kemur mér bagalega,« hélt Sigurður áfram, »ég var hálft um hálft búinn að dragast á það við hann Pórð á Hóli, að gefa svo sem 200 krónur til sjóðsstofnunar í þessu félagi, sem hann ætlar að stofna, og svo framarlega, sem félagið kemst á laggirnar, þá verð ég að efna loforð mitt, en ég hef ekki pening- ana til; mér heyrðist reyndar á honum síra Sveini mínum í dag, að hann mundi verða á móti þessu félagi, en ef það kemst á, þá þarf ég endilega að fá þessar 200 krónur frá þér, til þess að gefa þær þangað, öðruvísi g.et ég ekki staðið við það, sem ég hef lofað; en enginn skal geta borið mér pretti á brýn á gamals aldri. Ætlar þú annars að verða með í félaginu Hafliði?« »Eg veit ekki, það má nú vera sama, hvort ég er með eða ekki,« sagði Hafliði, án þess að líta upp; »en égheld félagið verði gott, ef það kemst á.« »Já, það er líklega, mér þykir verst að ég er orðinn svo gamall fyrir þennan félagskapj; ef ég hefði verið yngri, hefði mér bara þótt gaman að honum; en ég vildi gjarnan að það yrði ekki af honum þessa daga, sem ég á eftir að hjara, sem líklega eru nú ekki margir, vegna þess að ég glæptist til að lofa honum Pórði um daginn, að vera með, en nú finn ég, að ég er ekki maður til þess, að vera þar að noklcru liði, en gagnslaus vil ég ekki vera í félaginu. En eins og ég sagði áðan, þá verð ég að vera með, ef það kemst á, því ég hef lofað því, og loforð mitt svík ég aldrei, hvað sem í boði er, það þekkir þú sjálfur, Hafliði minn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.