Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 39
39 orðið lengra heim en ég; eða hvað segir þú um að finna mig út eftir ?« »Jú, ég skal gjöra það,« sagði Hafliði, sem varb feginn að losast við Sigurð í bráðina; hann langaði til að vera einn með hugsanir sínar. »Jæja, það er gott, og ég vonast til að þú komir tímanlega. Þú gætir líka hugsað um félagið þangað til, hvort þér finst það svo bráðnauðsynlegt að setja það upp núna strax. Mér er svo ant um sóma minn, að ég vildi gjarnan losast við að verða gagns- laust verkfæri í höndum annarra. En þess bið ég þig, Hafliði, að láta engan vita um þetta, sem ég hef rabbað við þig, ég skal sjá það við þig síðar, ef okkur semur um þetta, svo mér líkar,« og var nú æðimikil áherzla á orðum Sigurðar. »Eg skal koma tímanlega og vel get ég þagað yfir samtali okkar.« Svo kvöddust þeir. Sigurður lét Rauð halda í einum spretti, það sem eftir var leiðarinnar, enda var klárinn fús til þess, honum var orðið æði kalt. Eegar Sigurður hafði stungið Rauð inn og gefið honum, gekk hann ánægður til hvílu; hann vonaðist eftir að hafa náð undirtökunum á Hafliða, karlinn. Hann vissi, sem var, að Hafliði gat ekki borgað neitt af skuldinni og að hann mundi alt til vinna, að losast við hana. Hafliði reið til baka í hægðum sínum. Eegar hann kom heim, var alt háttað og sofnað, nema konan hans, sem beið eftir honum og vaggaði litlu drengjunum sínum tveimur, sem sváfu þar saman í vöggu og voru tæpiega þriggja mánaða gamlir. Hinn langþráði miðvikudagsmorgunn rann upp, en ekki skín- andi bjartur og blíður, eins og svo margir höfðu óskað, heldur dimmur og kólgulegur. Upp úr hafinu þeyttist bakkinn, hvítgrár og kafaldsfullur, í allskonar myndum, stundum var hann til að sjá eins og hrikaleg fjöll, með hnúkum og giljum; stundum varð hann eins og sléttur, þráðbeinn, heflaður veggur og svo þegar minst vonum varði, teygðu sig upp úr honum löng gráleit ský, sem tóku á sig »allra kvikinda myndir«. Eað dundi í sjónum og bylgjurnar æddu og hömuðust eins og þær vildu gleypa í sig alt, sem fyrir varð; þær ruddust hver á aðra og hurfu svo, risu svo upp á ný, með margföldu magni, ultu upp að landi og löörunguðu klettana og fjörugrjótið svo dug- lega, að skellirnir og stunurnar heyrðust langar leiðir. Norðan-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.