Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 52
52 Árni i Urðarbási. Eftir sögnum norðan af Nesjum. í Urðarbási hann Árni bjó við ægilegt hamra þil. Á föngum þeim, er hann fékk úr sjó, með fjölskyldu sinni lífið dró, og annað var ekki til. Og úteyg var konan og yfirlits grá, sem eldblásin vikurhrönn, með krókótt grátör á klökkri brá og króknaðar brosrósir vöngum á, en holdlaus var höndin grönn. Við arninn ’ún hnípti, er hráslaga-regn og heljurnar treystu sinn mátt, með örsogin brjóstin og úrvinda megn í útslitnum tötrum, sem blésu gegn í dragsúg úr dyragátt. Og kaldinn við frostbólgnar hársrætur hneit og hrímfölva á lokkana brá. I flúðinni gráu, sem brimskaflinn beit og bárurnar sleiktu, hún mynd sína leit. Hún vissi hvert vegurinn lá. Hve börnin hans glúpnuðu og blésu í kaun, er brauzt þeim vetur í mót. En strits hans og vosbúðar voru það laun, að vita þau klæðfá í hungurraun og hafa’ enga hjálpar bót. Pví öreiga klafi á hálsinum hékk og hakan á bringunni lá. Hann skrefaði þungan og skeifstígur gekk, en skuldasnara’ yfir höfði rekk, sem klerkur og kaupmaður á.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.