Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 53

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 53
53 Er leið undir daginn hann leit út að sjá, um lægi hvað þá væri títt, og kossi á vangann á konunni brá, en krossmarki ’ins trúaða sjálfan sig á, og bátnum á brekann fékk ýtt. Þó tannhvassar holskeflur tækjust á loft, það tók ekki á þor hans né ráð; því hann hafði dauða í harðjaxla-hvoft og heljar náklípur litið oft, er slitu þau blóðstokkna bráð. Hann greiddi róður úr grýttri vör, þó grett væri blámynt Unn, og hnýflinum stakk gegnum holboða-skör. í hrannirnar smó svo hinn borðlági knör, og alla leið út á grunn. Hann sat á miðum, þó sýldi bát, og seiddi þorskinn á krók; en hafði á skýjum og hrönnum gát; þó hlypi í rok, eigi kom á hann fát, en stiltur um stjórnvöl tók. í bylgjurnar rendi hann bátnum á ská, þó brimlöðrið fyki yfir knör. Hann flutti kerlingar kinnungnum á, unz kendi staðar í mölinni grá, og skilaði skipshöfn í vör. Pað hallar sumri og harðnar í tíð, og hrímföl er jarðar brá; á sjónhring fellur af hreggi og hríð, og hrönnin brimsaltið vegur í gríð við afskekta útkjálka tá. Og veturinn kveður sinn volega brag, að vanda með uppreiddum hramm; og snjókoman ágerist dag eftir dag, en dimmrödduð hafaldan nöldrar sitt lag. Pað sígur að sólhvörfum fram.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.