Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 56
56 Hvé óttinn og gráturinn ekkjuna hreif, er óviðrið brimgnýinn hóf, og stormurinn mjöllina reytti og reif, en rjúkandi sæbrekinn hamrana kleif, og hleinunum hrímskikkju óf. Er svefnværðin lokaði barnanna brá, í bæn snerist ekkjunnar raust. En örvænting kom yfir andvaka þrá, er óveðrið birtist á hrímloðnum skjá: »Vort herfang vér látum ei laust«. Er birti. var drepið á bæjarþils-lás; þar brá fyrir gestum tveim: þeir stefndu Árna frá Urðarbás’, í umboði prestsins. En flogin var gás á brott í hinn bláa geim. Á sveitina ekkjan með afkvæmin fer á öreigans skókreptu tám; í grátskúrarofum hún sólina sér. En séra Páll hempuna ranghverfa ber, og snýr sér frá — kærleikans knjám. Gudmundnr Frityonsson. Ný aðferð við söngkenslu.1 íslendingar eru ekki taldir söngþjóð, og víst er um það, að enn er tónlistalífið íslenzka á mjög svo ófullkomnu stigi, jafnvel í höfuðstaðnum sjálfum. Á síðustu árum eru þó auðsæjar góðar framfarir eins á þessu svæði andans sem öðrum. — En enn eru flestir íslenzkir tónlistamenn og söngmenn (og líka tónskáld) ekki nema viðvaningar; það er svo sem enginn á íslandi, er geti stundað þessa fögru list nema að gamni sínu. En þó menn geri eitthvað 1 Grein þessi er rituð á íslenzku af höfundinum sjálfum. RITSTJ.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.