Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Side 63

Eimreiðin - 01.01.1901, Side 63
63 Sjálfmentað tónskáld. Pað hefir þráfaldlega klingt í ferðasögum útlendinga frá íslandi, að Islendingar hetðu lítinn söngsmekk og væru yfirleitt engin söngþjóð. Pessi dómur er eðlilegur, þegar litið er til þess, á hverju stigi sönglistin stóð Islandi fram um miðbik 19. aldar og jafnvel enn. En réttur mun hann þó varla í raun og veru. Að tnargir íslendingar eru góðir raddmenn, er alkunnugt, enda er slíkt ein- kenni fjallaþjóða. Hvortsöng- smekkurinn er að samaskapi, er erfiðara um að dæma, en hinar skjótu framfarir í söng- listinni hin síðari árin virðast þó benda í þá átt. Það mun því óhætt að segja, að eins hafi verið ástatt með söng- smekkinn eins og svo marga aðra hæfilegleika, og náttúru- gáfur hjá Islendingum, sem liggja í dái og ekkert ber á, af því enginn utanað kom- andi andvari hreyfir við þeim og vekur þá upp úr logn- mollumókinu. Reynslansýnir líka, að ýmsir Islendingar, sem þó að eins hafa fengið litla nasasjón af söngmentun hjá öðrum, hafa á hinum síð- ari árutn sýnt mikinn áhuga á sönglist og söngfræðum, og hafa þó allir orðið að stunda þetta í hjáverkum og auka þekk- ingu sínu af sjálfsdáðum og tilsagnarlaust. Svo mildð hefir meira að segja kveðið að áhuganutn og viðleitninni, að allmargir hafa fengist við að semja sjálfir sönglög og mörgum tekist það öllum vonum fremur. Einn af þessum svo að kalla sjálfmentuðu söngfræðingum er séra BJARNI PORSTEINSSON, sem nú mun mega telja einna fremstan íslenzkra tónskálda, þeirra er búsettir eru á íslandi. BJARNI I’ORSTEINSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.