Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 65

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 65
65 finde god St0tte.« — Hið fræga sænska tónskáld Gunnar Wenner- berg kvað og hafa lokið lofsorði á hátíðasöngvana. Pegar á skólaárum sínum tók séra Bjarni að safna íslenzkum þjóðlögum, og því hefir hann jafnan fram haldið síðan, þó hann hafi ekki átt kost á að ferðast svo um landið í þeim erindum sem skyldi. Á hann nú orðið býsna mikið safn af því tægi, og hefir hann þar unnið þarft verk, því margt þess konar gleymist og glat- ast með hverju árinu, sem líður. Árið 1899 sigldi hann með styrk af opinberu fé til Kaupmannahafnar, til þess að rannsaka íslenzk nótnahandrit. sérstaklega í safni Árna Magnússonar, og í sömu erindum brá hann sér til Stokkhólms og Uppsala. En tíminn mun hafa verið of naumur til þess að ljúka þeim rannsóknum. I Khöfn kyntist hann dr. Angul Hammerich, kennara í sönglistasögu við háskólann, og hefir dr. Hammerich í ritgerð sinni um íslenzkan tvísöng minst séra Bjarna með miklum lofsorðum og þakklæti fyrir þá aðstoð og fræðslu, er hann hafi veitt honum, að því er snertir íslenzkan tvísöng. Pab væri óskandi að séra Bjarna gæfist kostur á að ljúka við þjóðlagasafn sitt og fá því komið á prent, því það gæti haft mikla þýðingu fyrir þjóðháttasögu landsins og líka orðið til þess að vekja eftirtekt annarra þjóða á oss. V. G. R i t s j á. BÓKASAFN ALÞÝÐU II, 1.—2. Khöfn 1900. I. þættir Úr Islendingasögu. Alþýðubók eftir Boga Th. Mel- steb. 1. hefti. Það er ekki laust við að sumir hafi upp á síðkastið verið farnir að gjörast langeygðir eftir einhverri úrlausn frá höfundarins hendi, að því er snerti rit um sögu íslands. Þeir, sem óþolinmóðastir eru, hafa jafnvel látið það opinberlega í ljósi, að þeir skildu ekki í því, hvað höfundurinn væri að hafast að. En allar þessar umtölur eru náttúrlega sprotnar af því, að þeir sáu ofsjónum yfir styrkslöttunum, sem rigndi yfir höfundinn þétt og nærandi eins og gróðrarskúr á vori. Þeir gættu þess ekki, að það er ekki auðhlaupið að því, að leiða í ljós það, sem í myrkrunum er hulið. Það þarf tíma til að kafa til grunns í öilum 5

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.