Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Side 68

Eimreiðin - 01.01.1901, Side 68
68 og blótin, svo að í upphafi féllu hugmyndirnar goðorð, þing og lög- sagnarumdæmi hér um bil alveg saman. í nokkurs konar yfirliti yfir söguöldina (bls. 35) tekur höf. sér fyrir hendur að benda á ástæðurnar til þess, að þetta tímabil varð svo söguríkt og merkilegt. En honum tekst alveg furðanlega að læð- ast í kring um aðalástæðuna, án þess að nefna hana, hvort sem það nú er af því að hann hefur ekki sjálfur gjört sér grein fyrir henni, eða það er sprottið af einhverjum öðrum dularfullum rökum. Hann minn- ist ekki einu orði á uppeldi æskulýðsins, stöðu einstaklingsins í þjóðfé- laginu eða lífskjör manna yfir höfuð, en einmitt í þessu er fólgið aðal- skilyrðið fyrir þeim eiginlegleikum, sem gjörðu tímabilið svo glæsilegt, viðburðaríkt og fjörmikið. Það voru ekki höfðingjarnir einir, sem sátu í dómum eða tóku þátt í löggjöf landsins, heldur voru það því nær allir frjálsir menn, sem ekki voru beinlínis í annarra þjónustu, og þó höfðingjarnir hafi óefað ráðið mestu þar um, höfðu hinir þó að lögum óskertan rétt til að beita atkvæði sínu og áhrifum eftir éigin geðþótta. Meðvitundin ein um það, að geta óhindrað notið sín, að vera talinn jafngildur hinum beztu mönnum, þegar til opinberra þjóðmálefna kom, þótt hvorki væri auð né ríki fyrir að fara, hlaut að vekja sjálfsþóttann hjá mönnum. Hver sá, sem hafði eitthvað fram yfir aðra, hvort það var heldur líkamlegt eða andlegt atgjörvi, vissi með sjálfum sér, að hann gat bygt hinar djörfustu framtíðarvonir á þessum grundvelli; þjóð- félagið lagði engin hindrandi bönd á hann. í sjálfræðinu átti veg- girnin sér greiðan leikvöll. Alt miðaði til að vekja hjá einstaklingnum meðvitundina um hans eigið manngildi. Á þessari tilfinningu byggist fyrst og fremst og undir niðri hið stórfengilega líf sögualdarinnar; til hennar aðallega eiga kostir og lestir þessa glæsilega tímabils rót sína að rekja. í kaflanum um brennumálin (þingið mikla bls. 61) segir höf., að ekkert þing sé jafnfrægt og þingið 1012. Það getur verið, að sum- um teljist svo til, en heldur er ég á því, að fáir séu á þeirri skoðun. Mér fyrir mitt leyti finst enginn efi geta leikið á því, að þingið 1000, er kristni var tekin í lög á íslandi, sé miklu merkara. Þegar um sögu- viðburði er að ræða, rnetur maður sögulegt gildi þeirra eftir þeim áhrif- um, sem þeir hafa á líf þjóðarinnar eða einstaklingsins, en ekki eftir því, hve mikill gustur stendur af þeim eða hve mikið mönnum finst til um þá í fljótu bragði. Þegar um þing er að ræða, þá er það þingið ómótmælanlega merkast, er ræður til úrslita þeim málum, sem beina lífi þjóðarinnar inn á nýjar menningar- og framfarabrautir, en ekki það, sem er hávaðasamast. En setjum nú svo, að menn vilji meta sögulegt gildi þingsins eftir því, þá veit ég samt ekki nema þingið árið 1000 beri af hinu einnig hvað það snertir. því miður er ekki skýrt jafn nákvæmlega frá því í fornritum vorum og þinginu 1012, en ég held að hver maður, sem annars hefur nokkurt ímyndunarafl, hljóti að fara nær um, hve tilkomumikið það hefur verið. Hér er um málefni að tefla, sem stendur í sambandi við hjartans helgustu tilfinningar, og sem einmitt þess vegna vekur óslökkvanlegra hatur í mannssálinni en nokk- urt annað málefni, þar sem flokkarnir standa andvígir hvor á móti öðrum. Menn standa þar albúnir að slíta með sér þjóðfélagsbandinu,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.