Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 73

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 73
73 og er bættur skaðinn. Það er annars undarlegt, að skynsamir menn skuli verja tíma sínum og kröftum til að þýða annað eins rit og þetta, þar sem nóg er til af öðru þarfara og betra. Og vér viljum vona, að þegar herra skólastjórinn næst tekur sér fyrir hendur að þýða bók af útlendu máli, þá verði hann heppnari í valinu. J. þ. íslenzk hringsjá. NYJAR ISLENZKAR UPPGÖTVANIR. TJví fer betur að nú er farið að glaðna töluvert yfir náttúruþekkingunni á íslandi, og ungir islenzkir visindamenn gjöra sitt til að halda uppi sóma landsins í þessu efni. A hinum síðustu árum hafa Islend- ingar ritað margar merkar ritgjörðir um náttúru Islands, 'en þeirra er sjaldan eða aldrei getið i blöðum eða tímaritum. I þessu efni er »Eimreiðin« heiðarleg undan- tekning. ÍÞað hefir hingað til þótt mikils vert, hafi fundist á íslandi einhver tegund dýra eða jurta, sem ekki hefir fundist i þvi landi áður, en þvi merkara er það, þegar tegundir finnast, sem eru algjörlega nýjar fyrir vísindin og hvergi hafa fundist i heiminum áður. Bjarni Sæmundsson adjunkt hefir nærri Reykjavik fundið »hveljupólýp«, mjög einkennilegan, sem var svo ólíkur öðrum, sem áður þektust, að Bjarni varð að gefa honum nýtt kyns- og tegundarnafn og varð skírnarheitið Auliscus pulcher. B. S. hefir lýst dýri þessu (sem er af marglittu-flokki) á latinu og dönsku í »Videnskabelige Meddelelser fra Naturhistorisk Forening« Kbhavn 1899, bls. 425 —427, og gjört myndir af skepnunni. Á sama stað hefir Bjarni ritað um ýmsa sjaldgæfa, islenzka fiska og um beinhákarl. Helgi Jónsson hefir hin seinni ár ritað margar ágætar ritgjörðir um grasaríki Islands og stórmikið aukið þekkingu vora um jurtalíf á Austfjörðum og Snæfellsnesi; hann hefir og fyrstur manna rann- sakað vor- og haustgróður á íslandi Sérstaklega hefir H. J. fengist við að safna þarategunduin og rannsaka þær, og var sú grein hinnar islenzku grasafræði þvi nær alveg ókunn áður; mun innan skamms vera von á riti um þarafræði Islands frá hans hendi. Meðal annars hefir H. J. fundið á Islandi þarategund (Rhodochorton islandicum), sem er ný fyrir vísindin, og að mörgu merkileg að eðli sínu; hinn ágæti, danski grasafræðingur dr. Kolderup-Rosenvinge hefir lýst þessari nýju tegund á frönsku í »Botanisk Tidskrift« XXIII. 1900.1 í*á hefir enn fremur Helgi Péturs- son gjört merkilegar jarðfræðis-athuganir á Suðurlandi, fundið ísrákað hnullungaberg og ísfægðar dólerítklappir milli móbergslaga, og er rannsókna hans annarsstaðar getið í þessu riti. H. P. hefir fyr ritað um jarðfræði Þjórsárdals, um Baulu, um ísaldar- menjar á Grænlandi o. fl. í’að er sómi og ánægja fyrir oss íslendinga, að vér eig- um svo vel víga vísindamenn, sem engu síður en útlendir fræðimenn eru færir um að fást við örðugar vísinda-rannsóknir. Þegar öllu er á botninn hvolft, höfum vér 1 Note sur une Floridée aérienne (Rhodochorton islandicum nov. sp.). Bot. Tidskr XXIII. bls. 61—81, með 17 myndum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.