Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 1

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 1
Handan yfir landamærin. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. Helgi dr. Pétursson heíir ritað nýlega í Sldrni um Sturlu Sighvatsson og minnist hann þar á draum Sturlu, sem fyrir hann bar, nóttina áður en hann féll í Örlygsstaða-bardaga. Sturla svaf í mannmörgum skála; þegar hann vaknaði, strauk hann hendinni um sveitta kinnina og mælti: »Ekki er mark at draumum.« Augljóst er á þessum orðum, að Sturlu hefir illa dreymt og ægilega, en engum sagði hann drauminn og er það skaði mikill. Helgi Pétursson hnýtir nú við frásögn Sturlungu hugmyndum sínum, og eru þær heldur jarðneskar. — Eg finn nú ekki í svipinn annað orð yfir hugsun mína, og má þó vel snúa út úr þessu. Eg vildi ekki segja moldvörpulegar, því að ég víl ekki óvirða þennan mann, sem er vel ritfær og hugmyndaríkur vísindamaður. En í þessu efni er hann svo jarðbundinn, að mér finst til um, og get ekki orða bundist. Helgi segir, að draumur Sturlu muni hafa stafað af illu lofti og hitasvækju í skálanum. Reyndar svaf Sturla í lokrekkju. Og ef hún hefir verið al-lokað afhýsi, þá mundi Sturla vera óskemdur af andgufu félaga sinna. Ef til vill hefir lokrekkjan verið opin upp úr; ég veit ekki svo vel um lögun lokrekkna, að ég þori að full- yrða um þetta atriði. — Helgi hyggur, að Sturla hafi fengið höf- uðóra af svækjunni og honum orðið ómótt í höfði. Pessvegna dreymdi hann illa! Gissur Porvaldsson lá úti á fjöllunum í svala- lofti og þessvegna dreymir hann vel. Eg kalla að Helgi gangi í berhögg við söguna, þegar hann rekur draumana til þessarar rótar. Hvernig gátu draumarnir haft þýðingu og verið fyrirboðar ókominna atburða, ef þeir vóru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.