Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 3

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 3
3 greinir, segja frá viðburðunum og skrásetja þá, og þessvegna kemst þjóðtrúin ekki að með ýkjur sínar, til að skreyta frásögnina og lyfta henni upp í hillingaheim staðlausrar hjátrúar. Peir menn hafa rituð Sturlungu, sem vóru samtíða sögu- þræðinum og staddir á miðri hálkunni og í sjálfu kviksyndinu, sem barist er á. Landið er þá mest alt einn óslitinn orustuvöllur og styrjaldarstórveldi. Landið er eins og brakandi svell — hálf-gagn- sætt brakandi svell, sem djúp vötn eru undir. Og þessi djúpu vötn eru hyldýpi huliðsheima. Hingað og þangað eru vakir og uppgönguaugu, þar sem sér niður í eba inn í dularheiminn — þegar og þar sem fyrirburðirnir koma í ljós, bæði í vöku og svefni. Mest ber á þessum fyrirburðum næstu missiri á undan Örlygsstaða-bardaga. Pá gerðust stórtíðindi í latidi, einhver allra mestu, sem orðið hafa með þjóð vorri. Pegar stórtíðindi gerast í einhverju landi, þá órar ýmsa menn fyrir þeim, á ýmsar lundir. Kunnugt er mörgum mönnum um fyrirburðina, sem urðu á undan stjórnarbyltingunni frönsku. Fa- einir menn sáu atburðina fyrir, á ófreskra manna vísu, og sögðu þá fyrir fram. Sá var einn maður í Frakklandi, sem kom til stjórnarinnar oftar en einu sinni og varaði hana við háskanum — árum saman áður en byltingin hófst. Hún skelti skollaeyrunum við þeim röddum og lenti þessvegna í gildrunni. Hún trúði ekki á drauma né fyrirburði, eða ráðgjafar hennar. Stortíðindi gerðust og í landi voru, þegar Skaftáreldurinn geisaði og móðuharðindin 1783. Pá dreymdi séra Jón Steingríms- son (ef ég man rétt), að maður kæmi norðan úr, eða norðan af, jöklunum og nefndist Eldgrímur. — Sá draumur var augljós fyrirboði eldsins, en að öðru leyti man ég nú ekki draum séra Jóns og er draumsins að leita í æfisögu hans í Fjallkonunni, fyrir aldamótin. Nú sný ég aftur að Sturlungu og fletti upp sögunni sjálfri, orðréttri, eins og hún er til okkar komin. Frásögnin er á þessa leið: »Fyrir tíðendum þessum, er hér fara eptir, urðu margir fyrirburðir, Iþó at hér sé fáir ritaðir. Brynjólfr hét maðr á Kjalar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.