Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 3
3 greinir, segja frá viðburðunum og skrásetja þá, og þessvegna kemst þjóðtrúin ekki að með ýkjur sínar, til að skreyta frásögnina og lyfta henni upp í hillingaheim staðlausrar hjátrúar. Peir menn hafa rituð Sturlungu, sem vóru samtíða sögu- þræðinum og staddir á miðri hálkunni og í sjálfu kviksyndinu, sem barist er á. Landið er þá mest alt einn óslitinn orustuvöllur og styrjaldarstórveldi. Landið er eins og brakandi svell — hálf-gagn- sætt brakandi svell, sem djúp vötn eru undir. Og þessi djúpu vötn eru hyldýpi huliðsheima. Hingað og þangað eru vakir og uppgönguaugu, þar sem sér niður í eba inn í dularheiminn — þegar og þar sem fyrirburðirnir koma í ljós, bæði í vöku og svefni. Mest ber á þessum fyrirburðum næstu missiri á undan Örlygsstaða-bardaga. Pá gerðust stórtíðindi í latidi, einhver allra mestu, sem orðið hafa með þjóð vorri. Pegar stórtíðindi gerast í einhverju landi, þá órar ýmsa menn fyrir þeim, á ýmsar lundir. Kunnugt er mörgum mönnum um fyrirburðina, sem urðu á undan stjórnarbyltingunni frönsku. Fa- einir menn sáu atburðina fyrir, á ófreskra manna vísu, og sögðu þá fyrir fram. Sá var einn maður í Frakklandi, sem kom til stjórnarinnar oftar en einu sinni og varaði hana við háskanum — árum saman áður en byltingin hófst. Hún skelti skollaeyrunum við þeim röddum og lenti þessvegna í gildrunni. Hún trúði ekki á drauma né fyrirburði, eða ráðgjafar hennar. Stortíðindi gerðust og í landi voru, þegar Skaftáreldurinn geisaði og móðuharðindin 1783. Pá dreymdi séra Jón Steingríms- son (ef ég man rétt), að maður kæmi norðan úr, eða norðan af, jöklunum og nefndist Eldgrímur. — Sá draumur var augljós fyrirboði eldsins, en að öðru leyti man ég nú ekki draum séra Jóns og er draumsins að leita í æfisögu hans í Fjallkonunni, fyrir aldamótin. Nú sný ég aftur að Sturlungu og fletti upp sögunni sjálfri, orðréttri, eins og hún er til okkar komin. Frásögnin er á þessa leið: »Fyrir tíðendum þessum, er hér fara eptir, urðu margir fyrirburðir, Iþó at hér sé fáir ritaðir. Brynjólfr hét maðr á Kjalar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.