Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 47
47 þó hann segi, að þú sért fríð, þá er hann ekki að skjalla. Nú er mér mætust brúðurin blárra fjalla. Pó er ég, kæra, að kveðja þig. Komin er önnur til við mig. Ástin mín er söm við sig. Svona er hún við alla. Nú er mér mætust meyjan blárra fjalla«. Hér er orðaröðinni hvergi haggað frá því sem tíðkast í mæltu máli. Peir einir geta skorið úr, hvílík bragraun slík ljóðagerð er, er þreytt hafa kraftana á svo erfiðu viðfangsefni. List Porsteins er því íslenzk og alþýðleg, bæði um bragar- háttu, orðaröð og orðaval. Hún sver sig í ættina við list íslenzkra hagyrðinga. Hann hefir numið íþrótt sína af Sigurði Breiðfjörð. Má marka það af ýmsu, að hann er líkur honum að eðlisfari, enda er munurinn á þeim ekki ýkjamikill, þegar Sigurði tekst allra bezt. Báðir eru gæddir rímgáfu með afburðum. En þeir eiga sammerkt um fleira. Sigurður var skopgjarn og gaman- samur ekki síður en Porsteinn. Og hann var frumlegur gáfu- maður. Skarpar hugsanir og ágætar athuganir eru innan um allan elginn og vaðalinn í ljóðmælum hans og rímum. ímyndun- araflið hefir verið fjörugt og þróttur í andagift hans. Pað sýna sumar lýsingar hans og líkingar. Sumar myndir Porsteins minna á erindi eftir Sigurð, þótt ekki séu þær stæling. En rím Porsteins er liprara en hagyrðinganna, þótt hættirnir séu sömu, málið hreinna og fegurra — því að á því eru einatt misfellur, og það jafnvel í beztu alþýðuvísum. Allt er fágaðra og vandaðra. En höfuðmun- urinn er samt yrkisefnið. Fæstir hagyrðingar vorir hafa klætt fagrar náttúrulýsingar hringhendum og oddhendum, allra sízt að þeim hafi tekist það eins og Porsteini, Sigurði Breiðfjörð ekki heldur. Peir yrkja oftast um lítilvægt hversdagsefni. List I’orsteins og al- þýðuskáldanna eru sem tvennir klæðnaðir, er unnir eru úr sömu voð og gerðir með sama sniði. Annar er ger af hagleik og kunn- áttu góðs klæðskera. Honum klæðist vel vaxið og gervilegt glæsi- menni, allur burstaður, þveginn og strokinn. Hinn er skorinn af minni íþrótt og lægni. Honum býst einhver væskill, ekki eins þveginn og minna skafinn, ekki slíkt snyrtimenni um nokkra grein. Skýzt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.