Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 47

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 47
47 þó hann segi, að þú sért fríð, þá er hann ekki að skjalla. Nú er mér mætust brúðurin blárra fjalla. Pó er ég, kæra, að kveðja þig. Komin er önnur til við mig. Ástin mín er söm við sig. Svona er hún við alla. Nú er mér mætust meyjan blárra fjalla«. Hér er orðaröðinni hvergi haggað frá því sem tíðkast í mæltu máli. Peir einir geta skorið úr, hvílík bragraun slík ljóðagerð er, er þreytt hafa kraftana á svo erfiðu viðfangsefni. List Porsteins er því íslenzk og alþýðleg, bæði um bragar- háttu, orðaröð og orðaval. Hún sver sig í ættina við list íslenzkra hagyrðinga. Hann hefir numið íþrótt sína af Sigurði Breiðfjörð. Má marka það af ýmsu, að hann er líkur honum að eðlisfari, enda er munurinn á þeim ekki ýkjamikill, þegar Sigurði tekst allra bezt. Báðir eru gæddir rímgáfu með afburðum. En þeir eiga sammerkt um fleira. Sigurður var skopgjarn og gaman- samur ekki síður en Porsteinn. Og hann var frumlegur gáfu- maður. Skarpar hugsanir og ágætar athuganir eru innan um allan elginn og vaðalinn í ljóðmælum hans og rímum. ímyndun- araflið hefir verið fjörugt og þróttur í andagift hans. Pað sýna sumar lýsingar hans og líkingar. Sumar myndir Porsteins minna á erindi eftir Sigurð, þótt ekki séu þær stæling. En rím Porsteins er liprara en hagyrðinganna, þótt hættirnir séu sömu, málið hreinna og fegurra — því að á því eru einatt misfellur, og það jafnvel í beztu alþýðuvísum. Allt er fágaðra og vandaðra. En höfuðmun- urinn er samt yrkisefnið. Fæstir hagyrðingar vorir hafa klætt fagrar náttúrulýsingar hringhendum og oddhendum, allra sízt að þeim hafi tekist það eins og Porsteini, Sigurði Breiðfjörð ekki heldur. Peir yrkja oftast um lítilvægt hversdagsefni. List I’orsteins og al- þýðuskáldanna eru sem tvennir klæðnaðir, er unnir eru úr sömu voð og gerðir með sama sniði. Annar er ger af hagleik og kunn- áttu góðs klæðskera. Honum klæðist vel vaxið og gervilegt glæsi- menni, allur burstaður, þveginn og strokinn. Hinn er skorinn af minni íþrótt og lægni. Honum býst einhver væskill, ekki eins þveginn og minna skafinn, ekki slíkt snyrtimenni um nokkra grein. Skýzt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.