Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 10
Og þá kvað Steingrímur: Fjallkonan faldar harma-hjúpi dökkum; titrar hrygð gegnum tindafjöll; vordögg á vengi verður að tárum og sorgleg fugla sönglög öll. Hvað má oss hugga? Heiður hans vér eigum, nafn hans geislum á grafreit slær; föðurlands framtíö frjóvgar hans andi; vií) leibi hans vort lífsvor grœr. í ár er aldar-afmæli Jóns Sigurðssonar og þess minst með miklum hátíðahöldum. Og myndastyttu hans á nú að setja upp í höfuðstað landsins, gerða af einum hinum helzta listamanna vorra. Og á fæðingardag hans, 17. júní, á háskólinn okkar ný- stofnaði að hefja sitt skeið. Alt er þetta vel til fallið og sjálf- sagt. En kærust af öllu mundi þó Jóni Sigurðssyni, ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni, vera sú afmælisgjöfin, að hans elskuðu íslendingar heitstrengdu að breyta betur framvegis eítir þeirri kenningu og fyrirmynd, er hann gaf þeim, en þeir nú hafa gert um hríð. Að þeir sýndu sömu ósérplægnina, sömu stefnu- festuna, en þó jafnframt sama hófið og hann. Að þeir hefðu ein- göngu gagn og heiður landsins fyrir augum eins og hann. Að föðurlandsást þeirra væri jafnlaus við eigingirni eins og hans. þess vegna viljum vér enda þessar línur með því, að ávarpa æskulýð íslands með orðum Bjarna Thórarensens (og skifta um nafnið hjá honum): Pér ungu menn, sem Isajarðar eruð framöld og hennar börn, þá lítið græna leiðið svarðar, sem liks er Jóns in hinzta vörn, — yfir því vinniö eiðinn þann: að elska föðurláð sem hann. V G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.