Eimreiðin - 01.09.1911, Page 34
»Að lyktum hreyfir höfundurinn (o: Monrad biskup) fyrirkomu-
lagi á stjórninni á Islandi, sem er svipað því, sem er í sumum nýlend-
um Englendinga. Á íslandi œtti ab vera mabur (segir hann), sem kon-
ungur nefndi til, og meb ábyrgð fyrir konungi einum, — köllum hann
vísikonung, eða landstjóra, eða landræðismann, eða stiftamtmann, eða
hvað sem menn vilja; —- bezt væri að finna eitthvert fallegt gamalt
íslenzkt nafn. f’essi maður ætti að hafa á hendi æðstu forustu íslands
sérstaklegu mála, svo að konungs samþykki þyrfti ekki að koma þar
til, nema í hinum allrahelztu íslenzku málum. Undir honum ætti að
standa einn maður, eða fleiri, ef íslendingar vildi, með öðrum orðum
íslenzkur ráðgjafi, eða íslenzkt stjórnarráð, sem hefði alla ráðgjafastjórn
á hendi í öllum íslands sérstaklegu málum, og hefði ábyrgð fyrir al-
þingi. Ef hagað væri til þannig, eða þessu líkt, þá gæti fyrst komið
til mála um frjálsa framför íslands.
Lesendur Nýrra Félagsrita munu taka eftir, að þetta, sem höf-
undurinn finnur til og stingur upp á, er einmitt hib sama, eða mjög
svipað því, sem hefir verið sagt í ritum þessum, og stungib upp á
strax í upphafi, þegar hin frjálsari stjórnarskipun hófst í Danmörku
(Ný Félagsrit í VIII. árg. og síðan, og einkum í XXIII. árg.), og tök-
um vér þess heldur mark á því, sem höfundurinn mun varla þekkja
Félagsritin að nafni til, því síður meira. Nýlendunafninu biðjum vér
oss vissulega undan þegna, hvort sem það er í enskri merkingu eða
annarri; en það er eðlilegt, að frelsi og sjálfsforræði sé sú krafa, sem
vér ekki getum látið falla niður, og vér ætlum, að enginn geti varnað
oss því til lengdar; því það er eins og einn af frændum vorum í
Noregi, skáldið Björnstjerne Björnson hefir sagt, hérumbil á þessa leið :
Vér vitum betur, hvað ísland er, og vér skulum segja þeim (Dönum)
það: ísland er sjálfstœtt frístjórnarland, sem hefir sofið um nokkur
hundruð ára. Það sofnaði við hliðina á Noregi, og er nú vaknað aftur
við hlið Danmerkur, eða er að vakna upp aptur. »Það var frá fæð-
ingunni þjóðstjórnarland, og það á að vera það enn, þó það sé að
nafninu til sameinað einhverju af ríkjunum á Norðurlöndum, og petta
sé svo sem settur svaramaður landsinsA Þar ber nú enn að sama
brunni, eins og sagt var og samþykt á Þingvallafundinum (Þjóðólf.
1850, nr. 44 og víðar), og á Þjóðfundi vorum var komist að orði,
og svo nú á alþingi 1869: i>/sland er frjálst sambandsland Danmerk-
urn, og á þeim grundvelli þarf stjórn Islands að vera bygð, ef hún á
að verða landinu til sóma og heilla, og enda sjálfri Danmörku llka«
(NF. XXVII, 186—187, sbr. Andv. I, 78—79).
Um meðferð alþingis á málinu 1871 ritar Jón Sigurðsson í rit-
gerð sinni »Stjórnarskrá Islands« á þessa leið:
»Um stjórnarmenn og stjórnarábyrgð hélt alþingi hinu sama fram
og áður, að landstjóri yrði settur á Islandi, sem hefði alla ábyrgð á
stjórninni fyrir alþingi, og skyldi sú ábyrgð ákveðin með lögum. En
til vara fór þingið nú fram á, að konungur skyldi skipa jarl á íslandi,
sem hefði þar hið æðsta vald, og stjórnaði í nafni og umboði konungs
og meb ábyrgð fyrir honum einum; til að framkvæma stjórnarstörfin