Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 34
»Að lyktum hreyfir höfundurinn (o: Monrad biskup) fyrirkomu- lagi á stjórninni á Islandi, sem er svipað því, sem er í sumum nýlend- um Englendinga. Á íslandi œtti ab vera mabur (segir hann), sem kon- ungur nefndi til, og meb ábyrgð fyrir konungi einum, — köllum hann vísikonung, eða landstjóra, eða landræðismann, eða stiftamtmann, eða hvað sem menn vilja; —- bezt væri að finna eitthvert fallegt gamalt íslenzkt nafn. f’essi maður ætti að hafa á hendi æðstu forustu íslands sérstaklegu mála, svo að konungs samþykki þyrfti ekki að koma þar til, nema í hinum allrahelztu íslenzku málum. Undir honum ætti að standa einn maður, eða fleiri, ef íslendingar vildi, með öðrum orðum íslenzkur ráðgjafi, eða íslenzkt stjórnarráð, sem hefði alla ráðgjafastjórn á hendi í öllum íslands sérstaklegu málum, og hefði ábyrgð fyrir al- þingi. Ef hagað væri til þannig, eða þessu líkt, þá gæti fyrst komið til mála um frjálsa framför íslands. Lesendur Nýrra Félagsrita munu taka eftir, að þetta, sem höf- undurinn finnur til og stingur upp á, er einmitt hib sama, eða mjög svipað því, sem hefir verið sagt í ritum þessum, og stungib upp á strax í upphafi, þegar hin frjálsari stjórnarskipun hófst í Danmörku (Ný Félagsrit í VIII. árg. og síðan, og einkum í XXIII. árg.), og tök- um vér þess heldur mark á því, sem höfundurinn mun varla þekkja Félagsritin að nafni til, því síður meira. Nýlendunafninu biðjum vér oss vissulega undan þegna, hvort sem það er í enskri merkingu eða annarri; en það er eðlilegt, að frelsi og sjálfsforræði sé sú krafa, sem vér ekki getum látið falla niður, og vér ætlum, að enginn geti varnað oss því til lengdar; því það er eins og einn af frændum vorum í Noregi, skáldið Björnstjerne Björnson hefir sagt, hérumbil á þessa leið : Vér vitum betur, hvað ísland er, og vér skulum segja þeim (Dönum) það: ísland er sjálfstœtt frístjórnarland, sem hefir sofið um nokkur hundruð ára. Það sofnaði við hliðina á Noregi, og er nú vaknað aftur við hlið Danmerkur, eða er að vakna upp aptur. »Það var frá fæð- ingunni þjóðstjórnarland, og það á að vera það enn, þó það sé að nafninu til sameinað einhverju af ríkjunum á Norðurlöndum, og petta sé svo sem settur svaramaður landsinsA Þar ber nú enn að sama brunni, eins og sagt var og samþykt á Þingvallafundinum (Þjóðólf. 1850, nr. 44 og víðar), og á Þjóðfundi vorum var komist að orði, og svo nú á alþingi 1869: i>/sland er frjálst sambandsland Danmerk- urn, og á þeim grundvelli þarf stjórn Islands að vera bygð, ef hún á að verða landinu til sóma og heilla, og enda sjálfri Danmörku llka« (NF. XXVII, 186—187, sbr. Andv. I, 78—79). Um meðferð alþingis á málinu 1871 ritar Jón Sigurðsson í rit- gerð sinni »Stjórnarskrá Islands« á þessa leið: »Um stjórnarmenn og stjórnarábyrgð hélt alþingi hinu sama fram og áður, að landstjóri yrði settur á Islandi, sem hefði alla ábyrgð á stjórninni fyrir alþingi, og skyldi sú ábyrgð ákveðin með lögum. En til vara fór þingið nú fram á, að konungur skyldi skipa jarl á íslandi, sem hefði þar hið æðsta vald, og stjórnaði í nafni og umboði konungs og meb ábyrgð fyrir honum einum; til að framkvæma stjórnarstörfin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.