Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 60
2l6 mun eingöngu hafa stafað af því, að hann sá ekki nokkra leið til að fá slíkri kröfu framgengt, og vildi því sem hygginn stjórnmála- maður takmarka kröfur sínar við það, sem nokkur von gæti verið um að fengist, heldur en að stofna sambandsmálinu í ógöngur með ófáanlegum kröfum (sbr. ummæli hans í Andv. I, 63 og 95). En hitt mun óhætt að fullyrða, aö hann mundi hafa gripið fegins- hendi við tillögu um málefnasamband og að Island yrði viðurkent sem ríki, ef slíkt hefði staðið til boða. Eá mundi hann og hafa tekið því tveim höndum, að samningu sambandssáttmálans væri hagað, eins og gert var 1908, fyrst með skipun millilandanefndar af Dönum og íslendingum, eins og hann sjálfur stakk upp á 1848 (NF. VIII, 18), og að tillögur þeirrar nefndar svo væru lagðar fyrir fulltrúaþing beggja sambandsþjóðanna, og sáttmálinn þannig bygður á frjálsu og fullvalda samþyktaratkvæði þeirra beggja — einmitt því, sem hann lagði mesta áherzlu á og hélt fastast fram. n var líka innlimunarstefnan alveg úr sögunni, sem fram að árinu 1908 var tvísýnt um að væri að fullu niður kveðin. Pví þó að sam- band það, sem Stöðulögin stofnuðu til, væri að vísu »veldissam- band«, þar sem ákveðið var, að ísland skyldi vera »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, með sérstökum landsréttindumc, þá var sá heljar- galli á þeim lögum, að þau voru aldrei samþykt né viðurkend af fulltrúaþingi íslendinga, þó íslendingar létu sér lynda að búa við þau. Og frá Dana hálfu var því haldið fram, að ríkisþingið hefði haft vald til að samþykkja þau bæði fyrir hönd Danmerkur og Islands, sem yfirlöggjafarþing alls ríkisins eða Danaveldis, og bar sú skoðun óneitanlega talsverðan keim af tilhneiging til innlimunar. íslendingar hafa aftur á móti ýmist með öllu neitað gildi stöðulag- anna, eða álitið þau aðeins gild á íslandi sem gefin af konungi einum, sem einvöldum, fyrir íslands hönd, eins og vér höfum haldið fram áður í Eimr. (II, 5—8, V, 45—46) og vér síðar höfum séð, að líka hefir verið haldið fram af hálfu merkra Islendinga skömmu eftir birting laganna (sbr. Víkv. (1873) I, 5—6). En hér skar millilandanefndin hreint úr, þar sem í henni var viðurkent frá Dana hálfu, að þeir vildu nú algerlega hverfa frá þeirri skoðun um yfirlöggjafarvald ríkisþingsins, sem haldið hefði verið fram við samningu Stöðulaganna (sbr. aths. við 1.—3. gr. í áliti nefnd- arinnar), og láta hinn nýja sambandssáttmála byggjast á frjálsu og fullvalda löggjafaratkvæði beggja sambandsþjóðanna. Með því

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.