Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 61
217
var aðalkrafa Jóns Sigurðssonar að fullu og öllu uppfylt, og hver
minsti snefill af innlimunartilhneiging horfinn úr sögunni.
En mundi þá Jón Sigurðsson hafa getað felt sig við, að sam-
band Danmerkur og Islands væri nefnt »veldi Danakonungs«
(»det samlede danske Rige«)? Verður nokkuð um það ráðið af
ritum hans eða framkomu? Já, fyrst og fremst af því, að hann
á alþingi bæði 1867 og 1869 samþykti, að Island skyldi kallast
»óaðskiljanlegur hluti Danaveldis« (NF. XXVII, 13, 39), og í ann-
an stað af því, að hann í sinni frægu ritgerð um landsréttindi ís-
lands (gegn prófessor Larsen) tekur fram, að hann og þjóðfundar-
mennirnir hafi bygt á því, »að ríkið vceri heild, sem hver ríkishhiti
vœri háðure. (NF. XVI, 91). Pað má því með fullri vissu segja,
að hann mundi ekki hafa amast við því, að ríkisheildin eða sam-
bandsveldið væri kallað »veldi Danakonungs« eða »det samlede
danske Rige«, — ekki sízt, þegar nafn Islands var jafnframt tekið
upp í titil konungs.
V. PERSÓNUSAMBAND. Svo kallast samband milli tveggja
fullvalda ríkja, þar sem konungurinn einn er sameiginlegur og
ekkert annað.
þesskonar samband bar tvívegis á góma í tíð Jóns Sigurðs-
sonar. Af því hann hafði í »Hugvekju til íslendinga« 1848 mint
á Gamla-sáttmála og að sambandið hefði þá verið við konunginn
einn, þá var þetta af sumum skilið svo, að hann vildi halda íram
persónusambandi eða hreinu konungssambandi. Utaf þeirri hreyf-
ingu, sem ritgerð Jóns vakti á Islandi, kom þá út löng ritgerð í
»Reykjavíkurpóstinum«, eftir merkan íslending, og segir þar meðal
annars: »En við því mun naumast vera að búast, að stjórnin í
Danmörku, hvað frjáls og frjálslynd sem hún að öðru leyti verður,
muni gefa kost á því, að Island hafi ekki neitt annað samband
við Danmörku en sama konungsnafn. þessháttar sambandi mundi
ísland ekki heldur geta náð við nokkra aðra þjóð, þó það ætti
að koma einhverntíma á daga þess, að skilja við Danmörku og
bindast öðru ríki« (Rvíkurp. III, 40). Þessu svarar Jón Sigurðs-
son með allmiklum þjósti, og segir: *Petta kann vel að vera,
en hver hefir ímyndað sér sambandið svo? Pað verður að minsta
kosti míklu nánara, ef það væri eftir þeim hugmyndum, sem vér
ætlum hentugastar« og telur síðan upp allmörg mál, sem hann
álíti, að ætti að verða sameiginleg (NF. IX, 61). Hér virðist því
nærri stappa, að hann álíti það svo mikla fjarstæðu, að fara fram